fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Upplifun krakka af kynhneigð eða kynvitund er orðin miklu flóknari í dag

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 25. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum reynt að leggja hvað mesta áherslu á þá sem standa hvað höllustum fæti í samtímanum í fræðslu okkar,“ segir Hans Jónsson uppfræðari Hinsegin Norðurlands – HIN – en á dögunum fór félagið með hinsegin fræðsluferð í grunnskóla Fjarðabyggðar. Hans segir áherslu HIN, innan regnlífasamtaka og í gegnum hagsmunasaðild Samtökunum ’78, vera til dæmis miðaða að því að rétta hlut intersexual fólks á lagasviðinu, líkt og Intersex Iceland. Fundaferðin var farin að frumkvæði félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar og var fræðslunni vel tekið, að sögn aðstandenda. Hlutverk Samtakanna ’78 er að mati Hans og Dagbjartar Guðjónsdóttur orðið mun víðfeðmara í dag heldur en að takmarkast við fræðslu um samkynhneigð enda séu unglingar í dag mun meðvitaðri en áður um hugtök eins og homma og lesbíur og finnist í raun ekkert sérstakt við að fá fræðslu um slík tilbrigði við flóru mannlífsins.

Víðari orðræða um sjálfsmynd

„Við reynum að ná athygli krakkanna um þennan veruleika með því að kynna þau fyrir víðari hinsegin orðræðu því að sjálfsmynd þeirra og upplifun af kynhneigð eða kynvitund er orðin miklu flóknari í dag en áður var,“ bætir Dagbjört við en hún sjálf skilgreinir sig sem pansexual hán, einstakling sem hrífist bæði af körlum og konum og sé á milli kynja, hvorki hún né hann.

„Það er svo ótrúlega sterkt að koma og ræða svona hluti við krakka sem eru að byrja að velta þessum hlutum fyrir sér og finna hvernig sum þeirra eru að tengja við það sem við erum að lýsa. Það er svo frelsandi fyrir krakka í þessari stöðu að átta sig á því að það eru til aðrir eins og þú og það er til nafn yfir þessar tilhneigingar þínar eða tilfinningar.“

Nauðsynlegt að umræðan sé ekki einangruð við Reykjavík

Hans og Dagbjört segja að flestir einstaklingar á landsbyggðinni sem finni hjá sér tilbrigði við hið heterósexúella staðalform leiti fyrr eða síðar í stærri samfélög til að geta verið opin með tilfinningar sínar. „Það er eðlilegt en það er líka mikilvægur stuðningur við fólk að geta átt tengingar við aðra sem eru á svipuðum stað, með því að vita af því að „þetta er til“ og það þarf ekki að skammast sín fyrir það,“ segir Hans.

Í Menntaskólanum á Egilsstöðum er hópur starfræktur sem meðal annars gekkst fyrir fræðslu fyrir foreldra á dögunum, á vegum Samtakanna ’78, en opinn fundur Hinsegin Norðurlands í Neskaupstað var einnig vel sóttur. Þar fór fram fræðsla bæði fyrir grunnskóla og Verkmenntaskóla Austurlands, auk þeirra sem voru áhugasöm um að fræðast meira um málaflokkinn. Elísabet Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi í ráðgjafahópi Samtakanna ’78 segir að það sé mikilvægt að umræðan einangrist ekki bara í Reykjavík og fræðsluátak af þessu tagi sé mikilvægt fyrir þau sem vilja leita sér upplýsinga en algengast sé að þeir sem vilja leita sér frekara samtals, fræðslu eða ráðgjafar, hafi samband við símaþjónustu ráðgjafateymis Samtakanna.

„Við sinnum þjónustunni um allt land og leitumst við að hjálpa bæði einstaklingunum sjálfum og aðstandendum þeirra að fara í gegnum þetta ferli að sætta sig við tilfinningar sínar, kynhneigð eða kynvitund, og vinna úr þeim með uppbyggilegum hætti. Það eru mörg litbrigði og fjöldinn allur af skilgreiningum í gangi sem gagnast ekki öllum. Það að vera sáttur við sína sjálfsmynd er aðalatriðið.“

Óræð kyn, intersex og pansexualitet

„Það er til líffræðilegt intersex fólk sem er mikilvægt að fái að skilgreina sig sjálft hvort sem það er alið upp sem stelpur eða strákar. Kyn, kynvitund og kynhneigð getur skilgreint okkur með ólíkum hætti þannig að við eigum það sameiginlegt að vera ekki straight, þó við séum ekki eins. Það er hægt að vera hinsegin á margan hátt og það er mikilvæg félagsleg fræðsla almennt líka fyrir unglingana,“ bætir Dagbjört við og bendir á að fræðsla hinsegin fólks sé í dag allt öðruvísi en áður var.

„Fólk sem er kynsegin, upplifir sig hvorki sem karlmann eða konu eða bæði, og fólk sem er pansexual getur átt meira sameiginlegt og skilið hvort annað betur heldur en það sé nauðsynlegt að passa inn í félagslegt norm á fámennum stöðum. Við erum fyrst og fremst boðberar þeirra frétta að það eru til orð fyrir alla liti regnbogans og það er meira gefandi en að fræða þau bara um einhver lagaleg baráttumál. Það að þau viti að þau mega vera eins og þau eru er aðalmálið. Og að enginn fari uppúr grunnskóla án þess að hafa fengið að vita það, það væri algjör snilld að okkur tækist að koma því til leiðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Húsið fræga er komið á sölulista: Vakti mikla athygli í fjölmiðlum – Kostar um hálfan milljarð

Húsið fræga er komið á sölulista: Vakti mikla athygli í fjölmiðlum – Kostar um hálfan milljarð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Thiago mættur aftur til Barcelona

Thiago mættur aftur til Barcelona
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yamal í fótspor Messi

Yamal í fótspor Messi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.