Sólveig Hauksdóttir gekk inn á sínu fyrstu æfingu í afrískum dönsum um fimmtugt og heillaðist strax af taktföstum dansinum sem að hennar sögn líkir eftir lífinu sjálfu. Tveim áratugum síðar er hún staðföst í því að ætla aldrei nokkurn tíman að hætta að dansa.
„Vitið þið hreyfingin er einn af grunnþáttum mannsins af því ef við hreyfum okkur ekki þá deyjum við,“
segir Sólveig. Fyrir 22 árum segist Sólveig hafa verið í ótrúlega leiðu skapi og var á gangi í Þingholtunum. Hún hittir þar Hafdísi sem var þá búin að opna Kramhúsið. Hafdís segir henni að það sé maður að kenna afríska dansa í Kramhúsinu og hún ætti endilega að kíkja, þetta væri svo áhugavert. Sólveig ákvað að slá til og þá var ekki aftur snúið.
Horfðu á myndbandið af Sólveigu segja frá reynslu sinni og upplifun af afrískum dönsum.