Nýtt Líf og Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegan útgáfufögnuð á þriðjudag á Pablo Discobar. Tilefnið var að fyrsta tölublað ársins af tímaritinu Nýtt Líf er komið út, en það er að þessu sinni tileinkað RFF. Þetta er fyrsta Nýtt Líf blaðið frá Sylvíu Rut Sigfúsdóttir sem tók á dögunum við sem ritstjóri.
Gestir fengu léttar veitingar frá veitingastaðnum Burro og hressir barþjónar Pablo Discobar sáu um að allir fengu RFF Campari kokteilinn og Kronenbourg Blanc. Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og fyrstu 150 gestirnir sem mættu fengu veglegan gjafapoka frá samstarfsaðilum Nýs Lífs. Í pokunum mátti meðal annars finna æðislega glæra snyrtitösku frá NYX Professional Makeup.
Taskan innihélt Pore FIller, Born to glow licuid illuminator, HD finishing powder, Butter gloss, Blush & Contour duo, All over balm og vinsæla spreyið Matte finish.
Miðasala á RFF er enn í fullum gangi á tix.is en tískusýningarnar fara allar fram í Hörpunni um helgina. Nýtt Líf blaðið kom til áskrifenda og í verslanir í dag!