Rétt í þessu bárust stórfréttir úr sirkusheiminum inn á ritstjórnarskrifstofu Bleikt. Sirkuslistakonan Ungfrú Hringaná, sem margir kannast við úr sirkus- og kabarettsýningum hérlendis er komin á samning hjá enska sirkusnum Let’s Circus, og mun ferðast með honum um Bretlandseyjar í maí.
Margrét Erla Maack hjá Reykjaví Kabarett segir að íslenska kabarettfjölskyldan gleðjist fyrir hönd Ungfrú Hringaná.
„Þetta er ótrúlegt tækifæri og búið að vera lengi í bígerð. Við kabarettfjölskyldan erum ótrúlega stolt, bæði af henni og að hún sé hluti af okkur, enda er hún sviðslistamanneskja á heimsmælikvarða.“
Áður en ferðalagið hefst mun Ungfrú Hringaná sýna listir sínar á aprílsýningu Reykjavík Kabarett.