fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Páll Óskar snýr aftur sem Frank-N-Furter – Rocky Horror á svið í Borgarleikhúsinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. mars 2017 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag bárust þær stórfréttir frá Borgarleikhúsinu og Páli Óskari Hjálmtýssyni að söngvarinn hyggðist snúa aftur sem hinn lostafulli Dr. Frank-N-Furter í uppsetningu leikhússins á Rocky Horror. Frumsýning er fyrirhuguð í mars á næsta ári.

Palli fór síðast í hlutverk doktorsins árið 1991 þegar Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setti verkið upp í Iðnó. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir.

Páll Óskar sem Frank-N-Furter
Transilvanískt, taumlaust, ögrandi, yndislegt – stendur á disknum sem gefinn var út með tónlistinni úr uppsetningu Palla og félaga í MH.
Hinn upprunalegi Frank-N-Furter úr kvikmyndinni, túlkaður af Tim Curry.

Páll Óskar mætti í viðtal í Popplandi á Rás 2 laust fyrir hádegið í dag og spjallaði um verkefnið.

Hann segist mjög spenntur fyrir hlutverkinu enn heil 27 ár eru síðan hann hitti Frank-N-Furter síðast. Hann efast ekki um að verkið tali inn í samfélag okkar í dag.

„Það sem gerir mig spenntan fyrir þessu hlutverki er að meðan valdamestu menn heims eru að ala á ótta gagnvart minnihlutahópum þá á Rocky Horror erindi. Sýningin er allt um lykjandi verk sem býður utangarðsfólkið svo hjartanlega velkomið. Verkið fyrir mér gengur út á þegar fríkin feisa kassalaga fólkið.“

Komum aðeins inn í tímavélina sem kölluð er Youtube og sjáum Pál Óskar í gervi Franks í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn. Hér flytur hann lagið Taumlaus transi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.