fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025

Páll Óskar snýr aftur sem Frank-N-Furter – Rocky Horror á svið í Borgarleikhúsinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. mars 2017 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag bárust þær stórfréttir frá Borgarleikhúsinu og Páli Óskari Hjálmtýssyni að söngvarinn hyggðist snúa aftur sem hinn lostafulli Dr. Frank-N-Furter í uppsetningu leikhússins á Rocky Horror. Frumsýning er fyrirhuguð í mars á næsta ári.

Palli fór síðast í hlutverk doktorsins árið 1991 þegar Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setti verkið upp í Iðnó. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir.

Páll Óskar sem Frank-N-Furter
Transilvanískt, taumlaust, ögrandi, yndislegt – stendur á disknum sem gefinn var út með tónlistinni úr uppsetningu Palla og félaga í MH.
Hinn upprunalegi Frank-N-Furter úr kvikmyndinni, túlkaður af Tim Curry.

Páll Óskar mætti í viðtal í Popplandi á Rás 2 laust fyrir hádegið í dag og spjallaði um verkefnið.

Hann segist mjög spenntur fyrir hlutverkinu enn heil 27 ár eru síðan hann hitti Frank-N-Furter síðast. Hann efast ekki um að verkið tali inn í samfélag okkar í dag.

„Það sem gerir mig spenntan fyrir þessu hlutverki er að meðan valdamestu menn heims eru að ala á ótta gagnvart minnihlutahópum þá á Rocky Horror erindi. Sýningin er allt um lykjandi verk sem býður utangarðsfólkið svo hjartanlega velkomið. Verkið fyrir mér gengur út á þegar fríkin feisa kassalaga fólkið.“

Komum aðeins inn í tímavélina sem kölluð er Youtube og sjáum Pál Óskar í gervi Franks í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn. Hér flytur hann lagið Taumlaus transi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Aldís velur hóp til æfinga

Aldís velur hóp til æfinga
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Auglýsing um „huggulegt“ herbergi til leigu í Breiðholti vekur hörð viðbrögð – „Is this one of the police cells at Hlemmur?“

Auglýsing um „huggulegt“ herbergi til leigu í Breiðholti vekur hörð viðbrögð – „Is this one of the police cells at Hlemmur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?
433
Fyrir 14 klukkutímum

Inter í frábærum málum eftir fyrri leikinn

Inter í frábærum málum eftir fyrri leikinn
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Anna Kristín, formaður SÍA: Það fer enginn í auglýsingabransann til að verða ríkur

Anna Kristín, formaður SÍA: Það fer enginn í auglýsingabransann til að verða ríkur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.