Ég hef núna verið að safna Real Techniques burstum síðan 2013 og ég er alltaf jafn spennt þegar ég sé að RT séu að koma með nýjungar. Real Techniques er sífellt að leitast við að komast til móts við þarfir aðdáenda sinna og eru því duglegir að koma með eitthvað nýtt á markaðinn!
Það nýjasta hjá þeim núna er Prep and prime settin þeirra, ég ætla byrja á að segja ykkur frá Prep + color lip settinu. Fyrir þá sem elska að setja á sig varalit, þá er komið burstasett sem á að gefa frá sér hinu fullkomnu varir.
Burstasettið er mjög frábrugðið öllum öðrum settum sem merkið hefur komið með en það er svart á litinn og á aðtákna “pro” eða sem sagt fyrir sérhæfða. Það er verið að ná sérstaklega til förðunarfræðinga en að sjálfsögðu geta allir nota þetta.
Þessi bursti er sérstaklega gerður til þess að undirbúa varirnar vel fyrir varalitinn. Hægt að nota hann í varasalva eða varaskrúbb. Hann skrúbbar í burtu allar dauðar húðfrumur og skilur eftir mjúkar varir.
Þessi bursti er sérstaklega gerður til þess að móta varirnar. Hann er stífur en gefur samt smá eftir þannig það er ótrúlega gott að nota hann til þess að móta varirnar. Hann er líka sérstaklega góður ef maður ætlar að leika sér með varaliti og gera “ombre” varir.
Þetta er varalitabursti og einstaklega góður til þess að bera varalitinn á. Hann er flatur og mjór, þannig að hann mótar líka varirnar í leiðinni.
Þetta er varalita “fan” bursti og er einstaklega góður til þess að setja highlight rétt fyrir ofan varirnar. Þetta skref er persónulega mjög mikilvægt hjá mér og geri ég þetta alltaf.
Þegar kemur að því að setja á sig dökka varaliti þá er ótrúlega mikilvægt að undir búa varirnar vel. Núna er komin bursti frá RT sérstaklega ætlaður til þess. Hann er mjög stífur og skrúbbar varirnar vel. Það er gott að nota varasalva eða varaskrúbb með þessum bursta til þess að ná vörunum fallegum og mjúkum.
Mér finnst þessi bursti æði! Þetta er frábær viðbót og sérstaklega þæginlegt þegar maður er að farða aðra.
Næsta skref er að móta varirnar og þessi bursti er æði í það! Hárin í honum eru stíf en gefa þó smá eftir, mér finnst hann æði til þess að móta varirnar.
Næsti bursti er til þess að fylla inn í varirnar. Mér finnst hann líka móta varirnar um leið.
Þetta skref er algjörlega persónubundið finnst mér en það er mjög flott að setja smá highlighter fremst á varirnar. Þá líta varirnar út fyrir að vera stærri og gerir heildar útkomuna flottari.
Síðan er hægt að nota þennann bursta í margt annað, til dæmis highlight-a nefið