Ár hvert kemur mars, og hann er líka Mottumars! Mottumars felst í átaki og vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum.
Í þessum mánuði mun Krabbameinsfélag Íslands leggja sérstaka áherslu á að gefa út upplýsingar um krabbamein karmanna ásamt því að safna fé til frekari rannsókna.
Karlmenn eru hvattir til að sýna samstöðu og safna áheitum með því að safna yfirvaraskeggi í mars. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti Mottumars – hvað fagurfræðina varðar – en aðrir eru virkilega hrifnir af hækkandi hlutfalli yfirvaraskeggja í hinu almenna rými og sumir leggja mikinn metnað í mottuna sína. Málefnið er í það minnsta gott!
Í auglýsingu ársins fyrir Mottumars birtast okkur alls konar tímaskekkjur… og sú síðasta er ansi mikilvæg.
Hér er hún, nýja auglýsingin fyrir Mottumars. Hún er gerð í samvinnu við Brandenburg – auglýsingastofa og Republik Film Productions. Við þökkum öllum þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar kærlega fyrir hjálpina. Endilega dreifið boðskapnum og kynnið ykkur staðreyndir um tóbak á mottumars.is. Njótið vel og munið að tóbak er tímaskekkja.#þúveistbetur
Posted by Mottumars on 1. mars 2017
Lungnakrabbamein – Er meðal fárra tegunda krabbameina þar sem meginorsök er þekkt en um 90% orsakast af tóbaksreykingum. Lestu meira um lungnakrabbamein.
Ristil- og endaþarmskrabbamein – Þau eru ein fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigum, til dæmis með hópleit, og auka þannig líkur á lækningu. Lestu meira um ristil- og endaþarmskrabbamein.
Blöðruhálskirtilskrabbamein – Er algengasta krabbameinið hjá körlum og greinast um 210 karlar á hverju ári. Lestu meira um blöðruhálskirtilskrabbamein.
Sortuæxli og húðkrabbamein – Sortuæxli er alvarlegasta gerð húðkrabbameina sem er auðvelt að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér. Lestu meira um sortuæxli og húðkrabbamein.
Nýrnakrabbamein – Er algengara meðal karla en kvenna og tóbaksreykingar auka líkur á sjúkdómnum. Lestu meira um nýrnakrabbamein.
Þvagblöðrukrabbamein – Er fjórum sinnum algengara meðal karla en kvenna. Lestu meira um þvagblöðrukrabbamein.