fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Heilahristingur – Það sem þú þarft að vita!

doktor.is
Fimmtudaginn 2. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er heilahristingur?
Við höfuðhögg getur teygst á taugafrumum heilans og því orðið tímabundin truflun á starfsemi höggsvæðinu. Einkennin eru höfuðverkur, ógleði og jafnvel uppköst. Breyting getur einnig orðið á meðvitund.

Höfuðhögg getur alltaf verið hættulegt.
Vægur heilahristingur er í raun ekki hættulegur og engin sérstök meðferð nauðsynleg. Það eru hinsvegar aðrir þættir sem ástæða er til að óttast:

Höfðuhögg getur valdið því að æð springi utan á heilanum. Þannig getur safnast fyrir blóð utan við heilann sem þrýstir á hann með tímanum.

Þetta ástand getur verið lífshættulegt, ef blóðinu er ekki hleypt nógu snemma út með skurðaðgerð.

Alvarlegur heilahristingur getur valdið nokkurra daga meðvitundarleysi og bjúgsöfnun í heilavefinn og er í þeim tilfellum líklegt að viðkomandi hafi fengið heilamar líka.

Hvenær skal leita læknishjálpar?
Ef meðvitundarleysi hefur varað lengur en nokkrar sekúndur.

Ef höggþoli verður syfjaður eða ekki er hægt að ná sambandi við hann eftir að hann rankar við sér.

Ef höggþola versnar aftur.

Hvernig ákveður læknirinn hvort þörf sé á nánari rannsóknum?
Eftir skoðun er sjúklingurinn annaðhvort sendur heim eða lagður inn til eftirlits. Þetta veltur allt á því hversu lengi meðvitundarleysið varir og hversu mikið það er. Nauðsynlegt er að áfram sé fylgst náið með viðkomandi áfram heima.

Hvernig er fylgst með sjúklingnum?
Hafa skal nákvæmt eftirlit með sjúklingnum í 12-24 tíma eftir atburðinn. Sérstaklega skal gæta að eftirfarandi atriðum:

Láta sjúklinginn segja reglulega til nafns, hvar hann sé staddur og hvaða dagur sé. Þetta er gert þótt vekja þurfi viðkomandi. Ef sjúklingurinn er ruglaður er rétt að hafa samband við lækni.

Hvað á að gera eftir heilahristinginn?
Yfirleitt hverfa einkennin smám saman eftir nokkra daga eða vikur. Mikilvægt er að fylgja eftirfarandi ráðum:

Heilinn þarf að fá hvlíd, því ber að forðast líkamlega og andlega áreynslu í u.þ.b. viku.

Rétt er að lesa í hófi og forðast að horfa mikið á sjónvarp.

Fylgir varanlegur skaði?
Ef ráðleggingum er ekki fylgt eða ef um alvarlegan heilahristing og jafnvel heilamar er að ræða er líklegra að einkennin vari í nokkra mánuði og í fáum tilfellum verða þau varanleg.

Hættan er meiri við endurtekin höfuðhögg, t.d. hjá hnefaleikurum og knattspyrnumönnum.

Varanlegur skaði getur haft í för með sér höfuðverk, svima, sjóntruflanir, þreytu, pirring, viðkvæmni fyrir hávaða, einbeitingarskort og vanlíðan við áfengisneyslu.

Ef vart verður þessi einkenni hafa skal samband við lækni.

Flogaveiki getur byrjað í kjölfar heilahristings en það er mjög sjaldgæft.

Ungt fólk jafnar sig yfirleitt fyrr og betur en aldraðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Margrét velur hóp til æfinga

Margrét velur hóp til æfinga
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvattir til að reka manninn sem kom þeim upp í gær

Hvattir til að reka manninn sem kom þeim upp í gær
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.