Brasilíska brugghúsið Skol er að segja skilið við karlrembulega fortíð sína. Í myndbandi fyrir nýju auglýsingaherferðina þeirra „Reposter,“ þá deilir fyrirtækið opinberlega gömlum auglýsingum þar sem „kynþokkafullar“ og léttklæddar konur eru í aðalhlutverki.
Þessar myndir eru hluti af fortíð okkar … en heimurinn hefur breyst, og einnig hefur Skol. Þessar myndir standa ekki fyrir okkur lengur,
segir talsmaður brugghússins. Adweek greinir frá. Skol gaf sex kvenkyns listamönnum gömlu auglýsingarnar til að endurgerðar og eru niðurstöðurnar stórkostlegar. Listakonurnar eru Eva Uviedo, Criola, Camila do Rosário, Elisa Arruda, Manuela Eichner og Carol Rossetti.
Hér eru nokkur GIF sem sýna breytingarnar á plagötunum:
Ég tók að mér þetta verkefni því mér finnst mikilvægt að brjóta staðalmyndir og fyrirframgefnar hugmyndir,
útskýrir Criola.
Eitt sem ég vildi gera var að taka konuna úr því hlutverki að vera manneskjan sem kemur með bjórinn,
bætir Elisa við.