Staðalmyndir um píkur, sjálfsfróun, uppgerðar fullnægingar og túr, eru meðal þess sem rætt er um í fyrsta myndbandi Völvunnar sem kom út á dögunum.
Völvan er verkefni tveggja ungra kvenna Ingu Bjarkar Bjarnadóttur og Ingigerðar Bjarndísar Ágústsdóttur, og því er ætlað að vekja upp vitund og samfélagslega umræðu um píkuna.
Í myndbandinu kemur fram fjölbreyttur hópur einstaklinga og ræðir píkuna vítt og breitt. Styrkur frá Reykjavikurborg gerði verkefnið mögulegt, en hægt er að fylgjast með því á Facebook.
Gjörið svo vel!