Hundasýningar eru oftast frekar stífir viðburðir, sérstaklega hin árlega Crufts sýning í Bretlandi. Eigendur eyða mörgum árum í að þjálfa dýrin sín svo þau geti farið með glæsibrag í gegnum hinar ýmsu hindranir og gert ótrúlegustu brögð. Jack Russel terrier hundurinn Olly var hins vegar ekki á þeim buxunum að taka þessu neitt allt of alvarlega.
Olly keppti í flokki björgunarhunda og þegar hann átti að fara í gegnum þrautabraut til að kanna fimleika hans ákvað hann að gefa skít í þetta allt saman og gera hlutina eftir eigin höfði.
Það er algjör óþarfi að taka lífinu of alvarlega!
Hér má sjá myndbandið