fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Helga er fjölkær: „Það sem ég hef lært síðan við opnuðum sambandið“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum áður fengið að skyggnast inn í líf Helgu, en hún er ósköp venjuleg reykvísk kona, fyrir utan að hún er fjölkær/fjölelskandi (e. polyamorous/poly). Það þýðir að hún á í fleiri en einu ástarsambandi í einu og allir hlutaðeigandi eru meðvitaðir um stöðuna.

Þetta er ekki Helga – en hún er svipað sjarmerandi og á líklega á svipuðum aldri og þessi kona.

Lestu meira: Helga er ástfangin – Hvað skyldi manninum hennar finnast um nýja kærastann?
Við fengum Helgu (já það er dulnefni) til að taka saman lista um það sem hún hefur lært á þeim fjórum árum sem hafa liðið síðan hún og eiginmaður hennar tóku sameiginlega ákvörðun um að opna sambandið.

Gefum Helgu orðið:

Að grasið er ekki grænna hinum megin

Eða jú, kannski öðruvísi grænt, en alveg jafn mikill mosi í hornunum og það þarf að slá blettinn líka. Öll sambönd krefjast vinnu, heiðarlegra samskipta og næringar. Ástarsamband mitt við kærastann kemur ekkert í stað hjónabandsins.

 

Að hamingja mín er ekki ábyrgð maka míns

Hamingjan er ekki heldur á ábyrgð kærasta míns, elskhuga, foreldra eða vinkvenna. Ábyrgðin er mín, alfarið. Þó fullt af fólki þyki vænt um mig stundar enginn þeirra hugsanalestur. Að komast að því hvers ég þarfnast og láta vita af því er lykilatriði.

 

Hversu gott það er að samgleðjast

Það er hrikalega gleðismitandi að fylgjast með fólki verða skotið. Líka þegar það er eiginmaður minn og ástkona hans.

 

Tilfinningar eru ekki staðreyndir

Afbrýðisemi er tilfinning sem er hægt að vinna með, tala um, skoða og jafnvel breyta ef viljinn er til staðar. Að forðast afbrýðisemi er svipað og að forðast hungur með því að drekka bara vatn allan sólarhringinn.

 

Þegar allir hjálpast að….

Að koma sólpallinum í lag var lítið mál þegar allir sem gátu hjálpuðust að! Börnin taka fjölskylduvinum opnum örmum enda finna þau að þar sé á ferð fólk sem er annt um foreldra þeirra. Og þau.

 

Kynorkan!

Það ER spennandi að kynnast nýju fólki, leyfa elskhuga að uppgötva líkama minn og komast jafnvel að allskyns óvæntum atriðum í eigin fari. Mikill vill meira, og ég held að það græði allir á því að kynorka mín sé sexfalt sterkari en áður.

 

Tíminn er dýrmætur

Síðan við stigum inn í poly-ferlið les ég bara bók ef ég er um borð í flugvél. Prjónaskapurinn situr algjörlega á hakanum og Pinterestið mitt er troðfullt af frábærum hugmyndum sem ég er ekki að sjá fyrir mér að ég geti dundað mér við að framkvæma nærri því strax. Dauður tími er voða sjaldséður þegar ég er búin að lofa mér í bíó með kæró, mála svefnherbergið með eiginmanninum og skutla krökkunum upp í Bláfjöll. Allt á einni helgi. Tímastjórnun er heilagur hæfileiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ummæli Van Dijk vekja mikla athygli – ,,Þeirra bikarúrslit“

Ummæli Van Dijk vekja mikla athygli – ,,Þeirra bikarúrslit“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Steinhissa þegar þessi mynd birtist á blaðinu fyrir stórleikinn – ,,Þetta hefði getað endað illa“

Steinhissa þegar þessi mynd birtist á blaðinu fyrir stórleikinn – ,,Þetta hefði getað endað illa“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Reykjanesbær í lausafjárvanda

Reykjanesbær í lausafjárvanda
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru að renna tvær grímur á Sádana – Er Salah að nota þá?

Eru að renna tvær grímur á Sádana – Er Salah að nota þá?
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“