Öllum þykir sárt að verða fyrir vonbrigðum en til allrar hamingju eru þau ekki nauðsynlegur hluti af lífinu. Ritstjórn Bleikt ákvað að sökkva sér í málið og kanna hvað það er sem veldur okkur vonbrigðum, hvers vegna og hvernig við getum forðast vonbrigði lífsins fyrir fullt og allt. Það er einfaldara en þú heldur – og ferlið byrjar hér:
Þú kaupir þau grjóthörð og ef þau mýkjast eru þau orðin mygluð. Þessi fjárfesting er uppskrift að vonbrigðum – og þú ert lukkunnar pamfíll ef eitt þeirra er ætilegt.
Það þykir frekar vandræðalegt að þurfa að læra þetta af eigin reynslu. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt er það yfirleitt of gott til að vera satt. Alveg eins og foreldrar þínir kenndu þér að þiggja ekki nammi frá ókunnugum skaltu ekki búast við að ókunnugir gefi þér peninga – eða margfaldi þá upphæð sem þú „lánar“ þeim þegar þeir eru búnir að leysa út arfinn sinn. Þú ert fullorðinn einstaklingur og átt að vita betur.
Það er eilíf streita fólginn í því að bera sig saman við aðra og öfunda fullkomið líf þeirra. Hvað þá að hafa áhyggjur af öllu sem þú segir eða skrifar og getur aldrei tekið til baka. Hvað þá að hafa áhyggjur af því hvort að nógu mörgum líki það sem þú sagðir. Það er ekkert þarna sem gleður þig, jafnvel þó þú haldir það. Vonbrigðin birgir þú innra með þér þangað til líf þitt hrynur til grunna.
Tækifæri koma og fara en þú skalt ekki búast við því að fá allt upp í hendurnar. Þú þarft að leggja þig fram til þess að skara frammúr. En mundu að jafnvel þó þú gerir þitt besta er það ekki endilega nóg.
Karlmenn eru ávísun á vonbrigði. Þeim er ekki treystandi í mannlegum samskiptum þar sem þeir koma iðulega óheiðarlega fram og traðka reglulega á tánum þínum í óhreinum takkaskónum. Svo hugsa þeir bara með typpinu.
Þú getur alltaf treyst konu til þess að fara á bakvið þig. Þær ljúga hverju sem er til að fá sínu framgengt og hika ekki við að vaða yfir þig á skítugum hælaskónum. Svo hugsa þær bara með píkunni.
Því minni væntingar sem þú gerir til sjálfs þín og annarra, því minni líkur eru á því að þú verðir fyrir vonbrigðum. Dragðu úr væntingum þínum til lífsins og þú munt eiga áhættulausa og óviðburðaríka ævi án teljandi vonbrigða.
Þegar þú hlakkar til einhvers byggir það upp væntingar – og þú hefur þegar lesið um vonbrigðin sem væntingar geta fært þér. Tilhlökkun er því ávísun á vonbrigði vegna þess að hvað sem þú hefur fyrir stafni gæti farið úrskeiðis eða farið á annan veg en þú hafðir vonast til eða gert ráð fyrir.
Negldu fyrir glugga, póstlúgu og jafnvel útidyrnar. Vonbrigðin koma ekki innan frá heldur utan frá. Þegar þú hefur dregið úr öllum væntingum til sjálfs þíns er ekki séns að þú getir brugðist þér. Einangraðu þig frá umheiminum og þú munt aldrei upplifa vonbrigði framar.
Finndu einna fasta rútínu sem bregst þér aldrei og endurtaktu hana aftur og aftur uns líf þitt rennur sitt skeið.