fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024

Íslenskar mömmur með samviskubit – „Ég finn stöðugt pressu um að vera fullkomin móðir“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sem eigum börn lendum flest í því af og til að fá nagandi foreldrasamviskubit. Við fáum sting í magann yfir því að sækja barnið síðast allra á leikskólann, að gefa því séríós í kvöldmat tvo daga í röð eða að henda sautjándu teikningunni af gíraffa sem það gefur þér þessa vikuna.

Nýlega var hópurinn Auðveldar mömmur stofnaður á Facebook, en honum er ætlað að vera vettvangur fyrir mömmur til að kvarta og kveina yfir mömmuhlutverkinu. Eins og allar mömmur vita er það bráðnauðsynlegt.

Í hópum gilda nokkrar reglur – þessum tilmælum er til dæmis beint til meðlima:

„það er öllum sama um að þú hafir þvegið fokking 5 vélar, baðir barnið þitt upp úr fokking lífrænum blómum og að þú myndir ekki fyrir þitt litla líf gefa því andskotans fokking kókópuffs í öll mál!“

Við biðjumst forláts á blótsyrðunum – en þarna er vísað í mömmubloggin og mömmusnöppin sem hafa orðið vinsæl á síðustu misserum og sýna oft á tíðum fínpússaðar og fullkomnar hliðar móðurhlutverksins.
Við fengum meðlimi hópsins til að deila með lesendum Bleikt dæmum um hið margumtalaða „mammviskubit“.

Hér eru nokkur dæmi sem margir geta eflaust tengt við!

Þegar ég geri eitthvað fyrir sjálfa mig, fer að djamma eða fer í bíó eða eyði meira en 5000 kalli í mig… Þó að börnin mín eigi alltof mikið af öllu og skorti ekkert og jafnvel þó þau séu ekki einusinni heima. Ég sleppti því lengi vel að djamma því ég meikaði ekki mammviskubitið í marga daga eftir á. Ég þurfti að taka meðvitaða ákvörðun um að setja sjálfa mig í fyrsta sæti því maður hellir ekki úr tómu glasi.

Þegar ég fer íbúðir að versla eitthvað bara fyrir mig en labba út með fulla poka á grísina því ég fékk samviskubit yfir því að vera eyða í mig.

Þegar ég nenni ekki að horfa á Titanic sökkva í 8. skiptið þann daginn. Nei, þetta er ekki djók, stundum langar mig að loka mig inn á klósetti og þykjast vera í langri sturtu til að sleppa við það en hef það ekki í mér. Hann er nú bara 5 ára og við nýflutt til annars lands og hann á því lítinn annan félagsskap en hárreytta móðurina sem er búin að fá sig fullsadda af ísjökum og Jack & Rose.

Fá barnið eftir pabbahelgar og hlakka til þegar það fer þangað aftur. Líka að vera upptekin á mömmuhelgum sem endar með að barnið fari í pössun.

Næturgistingar – mammviskubitið drepur mig í marga daga.

Þegar maður segir „ég skil þig þá bara eftir“ og barnið kemur samt ekki.

Ég fæ mammviskubit af að horfa á silfur-myndarammana sem eru ennþá með myndum af ókunnugum módel-börnum.

Að hafa gert myndabók yfir fyrsta árið fyrir frumburðinn en ekki barn tvö.

Af hafa prentað strax á striga nýburamyndir af barni 1, en ekki ennþá af barni 2.

Sendi 5 ára drenginn norður til ömmu og afa í viku því ég neennnekki meir… og langar svo að fá hann heim (7 klukkustundum síðar).

Að setjast niður með popp og kók þegar krakkinn vakir enn, sem verður til þess að hann fær að skipta um sjónvarpsefni OG borða poppið mitt.

Ég fæ „mammviskubit“ af nánast öllu sem ég geri án barnana minna. Fara erlendis eða bara í bústað, þá finnst mér ég svo hrikalega vond að gera hluti án þeirra.

Þegar ég nenni ekki að lesa fyrir dóttur mína og sendi hana inn með hljóðbók frá Disney og bókina til að skoða með…

Hlakka mjög til þess að 10 mánaða barnið mitt komist til dagmömmu því þá þarf ég ekki að gefa henni að borða/finna til matinn. En er svo með mammviskubit yfir því að láta einhvern annan hugsa um barnið mitt!

Þegar synir mín slást og ég stoppa það ekki. Báðir farnir að grenja og útúrklóraðir eftir hvorn annan, og ég að vonast til að þeir læri eitthvað af þessu sem þeir gera ALDREI.

Ég fæ samviskubit yfir því að vera geðveikt fegin þegar 10 ára stjúpsonur minn fer heim með einhverjum eftir skóla og ég get því nýtt tímann í að borða snakk og kók og horfa á þætti.

Mammviskubit yfir því að nenna ekki að þrífa föt barnsins míns og þegar ég loksins geri það þá eru engin föt eftir til skiptanna og þau hanga á snúru í viku því ég nenni ekki að ganga frá þeim ofan í skúffu … tek frekar bara af snúrunni jafnóðum þegar ég þarf að skipta um föt á honum. Og ég næ aldrei að þvo okkar föt heldur því snúrurnar eru fullar af fötum barnsins sem ég nenni ekki að ganga frá…Þetta mál lagaðist þegar ég fékk mér þurrkara!

Fæ mammviskubit yfir því að setja 6 mánaða son minn fyrir framan sjónvarpið þegar ég þarf að gera eitthvað og fæ mammviskubit yfir að fara á bíl að sækja dóttur mína á leikskólann sem er í 5 mínútna göngufæri frá okkur.

Yfir að láta aðra sjá um börnin, yfir að þau fari í frístund þó ég þurfi ekki „pössun“ og sé bara heima, yfir að nenna þeim ekki stundum. Að láta þau meira redda sér sjálf en að þjóna þeim (það gerði reyndar gott með mína elstu, sem er bráðum 16 ára sjálfstæð, sterk og dugleg dama með sterkan karakter sem mun ná langt í lífinu og gera það sjálf – samt samviskubit…). Yfir að segja „lokaðu þverrifunni“ þegar þau mega þegja. Að vera ekki með stöðugt prógram um helgar heldur láta þau finna sér eitthvað að gera sjálf. Að kaupa eitthvað fyrir mig en ekki þau. Að vera fegin þegar þau fara til pabba síns. Mikið af þessu mammviskubiti stafar af því að þekkja eða vita af glansmömmum þar sem allt er svo flott og gaman, geggjuð föt og súper matur, alltaf að gera eitthvað. Ég þarf að hætta að brjóta mig niður og sætta mig frekar við þetta eins og það er… börnunum líður alls ekki illa og fá ást, virðingu og allt það alla daga.

Ég er með viku og viku fyrirkomulag, en það breytir því ekki að ég verð stundum mjög þreytt… og þá byrjar hausinn á mér:
Hvað ættli sé að mér?
Af hverju get ég ekki verið betri mamma?
Af hverju er ég ekki eldhress og alltaf til í að vera glansmyndamamman?
Kommon þú ert með börnin þín aðra hvora viku, þú átt ekki að verða þreytt!

Ég finn stöðugt pressu um að vera fullkomin móðir, eiga fullkomið heimili, allt verður að vera fullkomið – og mikið djöfulli getur það verið þreytandi.

Ég er með tvö lítil 50/50 og mér finnst ég aldrei vera nógu bilaðslega frábær og fullkomin til að vega upp á móti vikunni sem þau eru ekki hér hjá mér.
Ég reyni… treystu mér ég sko reyni!
En mér tekst þetta ekki alltaf og þá ríf ég mig svoleiðis niður að stundum græti ég sjálfa mig
Ég er samt að læra að ég er bæði mamma og ung stelpukona, ég má alveg vera meira en BARA mamma.. ég þarf ekki að vera fullkomin!
En oftar en ekki sigrar sjálfsniðurrifið.

Mitt helsta er að segja „bíddu“ við börnin mín og gleyma síðan að þau voru að segja mér eitthvað.

Sameiginlegt forræði… við vorum með viku og viku og gekk vel. Svo hafði ég ekki lengur efni á að leigja í bænum og flutti til Keflavíkur. Þær voru sáttar i skóla og fimleikum og fluttu því ekki með mér og ég fæ þær bara allar helgar! Mammviskubitið er yfir að vera ekki að standa mig sem mamma vegna þess.

Á tvær undir tveggja ára.. mammviskubitið er það eina sem ég finn nú orðið..

Ég á alltaf til svona smábarnanammi til að múta eldri skottunni og stundum fær hún það mikið af nammi að hún er orðin södd fyrir kvöldmatinn.

Ég set eldri skottuna oft í bað og leyfi henni að busla eins og hún vill svo ég geti setið í smá stund og hangið í símanum í friði.

Ef ég þarf mjög mikið að kúka set ég yngri í vögguna, eldri í allt of litla göngugrind (svo hún komist ekkert frá mér) youtube á og loka okkur inni á baði.

Ég fæ mammviskubit yfir því hversu oft börnin mín fara til ömmu sinnar, en eg er í fullu haskólanámi og með kall sem vinnur stundum langt fram eftir. Ég er samt miklu betri mamma ef ég fæ að læra i friði og næ svo að eyða tíma með þeim seinna. En mammviskubitið nagar mig inn að beini á meðan þeir eru i pössun.

Ég fæ geðveikt mammviskubit yfir því að ég kveiki á spjaldtölvunni og hún horfir á hana uppí rúmi á meðan ég kúri lengur á morgnana frekar en að fara strax fram úr að gefa henni morgunmat.
Þegar ég set hana ekki nógu snemma í rúmið eða þegar ég gleymi að bursta í henni tennurnar.
Þegar ég bið pabba hennar um að hugsa um hana meðan ég fer í bað eða bara inn í herbergi og loka að mér til að fá smá frið.
Eða það að hún þyngist rosalega hægt og mér finnst ég aldrei nógu dugleg að gefa henni að borða eða elda ofan í fjölskylduna mína því ég er alltaf að miða mig við aðrar mæður og hana við önnur börn sem borða stanslaust.
Ég gæti haldið endalaust afram…

Endalausa helvítis tölvutíma-mammviskubitið, um að krakkinn sé allt of lengi í tölvu/síma/ipad/playstation/wii… Og fá að heyra tuðið frá helvítis „fullkomnu“ mömmunum sem þykjast vera með stjórn á þessu (en eru það samt örugglega ekkert!).

Samviskubit að vera ódugleg við að munda myndavélina eftir að afkvæmið fékk nóg, um 5 ára, af myndaæði mömmunnar. Á sem sagt ekki myndir af fyrsta skóladeginum, öskudagsbúningum (sem ég er reyndar afspyrnu léleg í), samverustundum í skólanum og fleiru slíku.

Mömmu samviskubitið mitt er að eg hef ekki orku til að elda á hverju kvöldi lengur! Þau fá morgunmat flest virk kvöld (enda fyrsta val hjá þeim öllum ef þau eru spurð).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Leita ökumanns sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi og flúði af vettvangi

Leita ökumanns sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi og flúði af vettvangi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið United og Fulham í kvöld – Nýir menn byrja og Fernandes í fremstu víglínu

Líkleg byrjunarlið United og Fulham í kvöld – Nýir menn byrja og Fernandes í fremstu víglínu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer yfir erfitt sumar þar sem tveir nákomnir honum létust – „Þetta er mjög erfitt“

Fer yfir erfitt sumar þar sem tveir nákomnir honum létust – „Þetta er mjög erfitt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði