fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Ólafur á kærustu – Hún er gift öðrum manni – „Upplifði þetta eins og frelsun“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. mars 2017 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur er verkamaður (hann heitir reyndar ekki Ólafur). Hann er skeggjaður og grannvaxinn, augun falleg og brosið líka. Við mæltum okkur mót heima hjá honum í nágrenni Reykjavíkur og hann bauð upp á kaffi og kleinur. Stofan er notaleg en eldhúsið í piparsveinalegara lagi.

Þessi er svona handyman eins og Ólafur sem heitir þó ekki Ólafur!

Við komum okkur fyrir í stofunni. Gufan ómar úr útvarpinu inni í eldhúsi og við byrjum að spjalla. Hann byrjar á að segja mér frá kærustunni sem hann kynntist á Tinder.

„Hún sagði mér fyrst í síma að hún væri gift. Ég man að það kom svolítið hik á mig, enda er maður alinn upp við að þetta sé algjört tabú.“

Í ljós kom að kærastan, sem við skulum kalla Sólveigu, var alls ekki að laumast á Tinder. Hún var ekki heldur að plana framhjáhald með Ólafi – heldur var eiginmaður hennar meðvitaður um allt. Sólveig og maður hennar eru fjölkær (e. polyamorous) – nokkuð sem Ólafur hafði ekki kynnst áður.

„Það small samt eitthvað hjá mér í símtalinu og mig langaði til að skoða þetta. Einhvern veginn fannst mér þetta meika sens. Svo hittumst við á kaffihúsi og ég fékk tækifæri til að spyrja að öllu sem skipti mig máli. Fyrst og fremst var mikilvægt fyrir mig að maðurinn hennar vissi af þessu – það var númer 1, 2 og 3. Í þriðja sinn sem við hittumst fór ég í matarboð heim til þeirra hjóna með fleira fólki.“

Vá, var það ekkert stressandi?

„Ég var miklu frekar feiminn en stressaður. Svona upp að dyrum. Svo þegar ég hitti hann varð andrúmsloftið fljótlega mjög afslappað.“

Eins og gefur að skilja hefur Ólafur aldrei verið í álíka sambandi. Hann á þó nokkur sambönd og sambúðir að baki.

„Ég hef mjög sterka tilfinningu fyrir því hvenær ég er að gera rétt og hvenær rangt. Fyrir mér var rangt að vera í sambandi með einni konu. Þess vegna varð þett algjör opinberun fyrir mig og viðurkenning á því að ég væri ekki ruglaður. Ég var farinn að halda að ég væri kynlífsfíkill eða eitthvað alvarlega bilaður því í huganum var ég alltaf ótrúr konunum mínum. Samt elskaði ég þær mikið og hrifning mín gagnvart öðrm konum breytti engu þar um.“

Sólveig er gift, Ólafur er kærastinn hennar, og hún á sér fleiri elskhuga. Skyldi Ólafur vera með áform um að ganga inn í fleiri sambönd?

„Við höfum rætt þann möguleika og ég er spenntur fyrir því að htta mismunandi fólk og eiga með því alls konar sambönd. Flestir mundu segja að það væri feykinóg að eiga eina kærustu og kljást við allt sem fylgir sambandi – en ég hugsa öðruvísi. Fyrir mér snýst þetta ekki um að fá að ríða hinum og þessum án samviskubits, heldur um nánd og kærleika og að skapa eitthvað saman. Mér finnst ég geta gefið mikið og langar að gera það.“


Ólafur er ekki einn í heiminum, hann á stóra fjölskyldu, foreldra, systkini og börn, og hann hefur sagt allnokkrum frá því hvernig í málunum liggur.

„Fólk hefur að mestu leyti tekið þessu vel en það er einn og einn sem skilur ekkert í mér. Þá kýs ég að ræða ekki nánar við þann aðila en er alltaf tilbúinn að svara ef viðkomandi vill vita meira.“

Í vinnunni er stemmningin dálítið undarleg.

„Ég er að vinna á miklum karlavinnustað, og þetta virðist dálítið of óvenulegt fyrir flesta. Þeir glotta dálítið og ger grín að mér. En það merkilega er að mér er eiginlega alveg sama – þetta skiptir mig engu máli.“

Þar sem við Ólafur sitjum og spjöllum tek ég eftir að hann notar orðið „frelsun“ aftur og aftur.

„Já ég upplifði þetta eins og einhverja frelsun. Kannski er þetta líkt því þegar fólk kemur út úr skápnum eða eitthvað. Að fá að vita að maður er kannski ekki eins klikkaður í hausnum og maður hélt er frábært. Það er hægt að vera eins og ég og eiga í samböndum, gefa af sér og vera bara normal. Það er allt í lagi að vera með mikla kynlífsþörf og áhuga. Ég hef gaman af kynlífi og gaman af samböndum við fólk. Mig langar að prófa allt mögulegt og sjá hvort mér líki það eða ekki.“

Talandi um kyníf. Ólafur segir að fram að því að kynni hans við Sólveigu hófust hafi hann nánast bara stundað kynlíf undir sæng, með ljósin slökkt í trúboðastellingunni.

„Í alvöru talað hafði ég nánast ekki prófað neitt annað. Ég átti mínar fantasíur og hafði áhuga á ýmsu -en sagði ekki nokkurri lifandi manneskju frá þeim. Ég rakst á fræðsluþætti, greinar og ýmislegt en fannst þetta alltaf vera tabú fyrir mig. Eitthvað sem væri ekki normal og ætti að forðast – og þar af leiðandi gat ég ekki verið normal. Þetta skapaði sektarkennd innra með mér og mikla feimni. Ef ég leyfði mér til dæmis fantasíur upplifði ég mikla skömm á eftir.“

Kynlífið sem Ólafur er að tala um flokkast undir BDSM.

„Það er algjört lykilatriði að treysta mótaðilanum algjörlega. Ég er svo heppinn að fá að upplifa hluti með henni og finna þetta traust. Ég hef alltaf átt erfitt með að treysta fólki, svo það er magnað að finna að ég get horft framan í hana og rætt við hana um það þegar hún var með puttann upp í rassinum á mér kvöldið áður. Að geta sagt nákvæmlega hvað mér fannst, hvers ég naut og hvað mig langar að skoða næst.“

Hann ljómar þegar hann segir mér frá þessu, og það er greinilegt að þetta skiptir hann miklu máli.

„Með því að treysta svona og leyfa sér þessa hluti án skammar breytist eitthvað innra með manni. Að ganga inn í óttann og finna að þetta er allt í lagi. Þetta eflir man og sjálfstraustið vex. Ég er sperrtari þegar eg geng um og held að það hljóti að sjást utan á mér. Þó að þetta gerist fyrir luktum dyrum þá gefur það mér sjálfstraust sem ég tek með mér út í heiminn. Ég hafði ekki mikið sjálfsmat eða sjálfsöryggi áður og fannst afskaplega lítið til mín koma – svo breytingin er stórkostleg.“


Ólafur segir að skömmin yfir hvötunum og bælingin sem hann viðhélt í mörg ár hafi haft víðtæk áhrif.

„Í raun ákvað ég að ég væri brenglaður maður með kynlífsfíkn. Það kom út í þunglyndi og ýmsum geðflækjum. Ég var búinn að stimpla sjálfan mig eitthvað frík. Bæði út af mikilli þörf fyri kynlíf og pælingum um hluti sem voru allt annað en trúboði með ljósin slökkt. Ég þorði ekki að fara til sálfræðings og segja frá þessu, skömmin var það mikil.“

Það dylst engum sem á hlýðir að Ólafur er ástfanginn maður. Hvernig er samt í raun og veru að deila Sólveigu með öðrum?

„Ég elska hana þannig að ég vil að hún sé hamingjusöm í öllu. Hennar hamingja veitir mér gleði. Hluti af hennar hamingju snýst um manninn hennar og börnin. Í raun vildi ég ekkert vera í stöðu eiginmannsins, með húsið og börnin og allt. Samt er erfitt að segja hvernig mér mundi líða ef staða hennar breyttist. Mér þykir ofboðslega vænt um börnin hennar – þau tóku mér svo vel og það snertir mig djúpt. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir henni sem fjölskyldumanneskju – og þeirri heild mundi ég aldrei vilja sundra. Það er ekki í boði.“

Já þau hafa hist með börnin. Ólafur segir að hans börn séu svo ung ennþá að útskýringar séu óþarfar, en fyrir börnum Sólveigar er hann eins og ver annar fjölskylduvinur.

„Ég kom sjálfum mér sannarlega á óvart með því að ganga inn í þetta samband. Ef einhver hefði sagt mér fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að elska gifta konu og vera vinur mannsins hennar hefði ég líklega fengið hláturskast. En svona getur lífið nú komið manni í opna skjöldu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.