fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Daði Freyr – Nær vonandi úr sér kvefinu fyrir kvöldið!

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði og hljómsveitin hans Gagnamagnið komust upp úr undankeppni Söngvakeppninnar og keppa því til úrslita í kvöld í Laugardalshöll. Daði mun standa á sviðinu með félögum sínum og vonandi endurtaka þau hinn ofurkrúttlega elektródans sem fylgdi laginu í undankeppninni.

Daði er kvefaður, en verður vonandi búinn að ná röddinni til baka í kvöld. Hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Bleikt. Gjörið svo vel!

Atriðið þitt í fimm orðum?

Glens, gleði, glaumur, gúrme, glens

Hvað er best við söngvakeppnina?

Að hafa svona mikið af fólki í kringum þig til að láta hugmyndir verða að veruleika, sama hversu bjánalegar þær geta verið.

Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir úrslitakvöldið?

Ég er nú bara á fullu að vinna mig upp úr kvefi og hálsveseni, svo PreCold og Strepsils held ég að verði mesti undirbúningurinn.

Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir þig um að hitta?

Sebastien Tellier, pottþétt.

Ertu spenntur að hitta Måns?

Jááá, eina mynd af Gagnamagninu og Måns væri ekki slæmt að fá.

Uppáhalds Eurovison-lag allra tíma?

Devine með Sebastien Tellier

Hvernig muntu undirbúa þig á keppnisdag?

Við erum bara á fullu á æfingum og generalprufum og smink og læti þann dag svo ætli ég taki ekki þátt í því bara

Hver er þín Eurovision-fyrirmynd?

Páll Óskar, hann er flottur gæi!

Hvar er hægt að fylgjast með þér fram að keppni?

Facebook er staðurinn þar sem ég læt mest vita af mér.

Hvað er framundan hjá þér ef þú vinnur?

Ég er bara ekki alveg viss, ég var ekki búinn að hugsa lengra heldur en síðasta laugardag, svo nú er ég ekki kominn lengra en að úrslitunum.

En ef þú vinnur ekki?

Ég á flug til Berlínar á mánudaginn þar sem ég er að fara að klára BA nám í Sound Engineering & Muisic Production, svo ég er bara að fara á fullt að skrifa ritgerð og klára lokaverkefni. Í sumar ætla ég svo vonandi að koma eitthvað heim og spila ef fólk vill koma og sjá.

Eitthvað að lokum?

Ef þið viljið meiri Daða þá mæli ég með Mixophrygian á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Egill Þór er látinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.