Daði og hljómsveitin hans Gagnamagnið komust upp úr undankeppni Söngvakeppninnar og keppa því til úrslita í kvöld í Laugardalshöll. Daði mun standa á sviðinu með félögum sínum og vonandi endurtaka þau hinn ofurkrúttlega elektródans sem fylgdi laginu í undankeppninni.
Glens, gleði, glaumur, gúrme, glens
Að hafa svona mikið af fólki í kringum þig til að láta hugmyndir verða að veruleika, sama hversu bjánalegar þær geta verið.
Ég er nú bara á fullu að vinna mig upp úr kvefi og hálsveseni, svo PreCold og Strepsils held ég að verði mesti undirbúningurinn.
Sebastien Tellier, pottþétt.
Jááá, eina mynd af Gagnamagninu og Måns væri ekki slæmt að fá.
Devine með Sebastien Tellier
Við erum bara á fullu á æfingum og generalprufum og smink og læti þann dag svo ætli ég taki ekki þátt í því bara
Páll Óskar, hann er flottur gæi!
Facebook er staðurinn þar sem ég læt mest vita af mér.
Ég er bara ekki alveg viss, ég var ekki búinn að hugsa lengra heldur en síðasta laugardag, svo nú er ég ekki kominn lengra en að úrslitunum.
Ég á flug til Berlínar á mánudaginn þar sem ég er að fara að klára BA nám í Sound Engineering & Muisic Production, svo ég er bara að fara á fullt að skrifa ritgerð og klára lokaverkefni. Í sumar ætla ég svo vonandi að koma eitthvað heim og spila ef fólk vill koma og sjá.
Ef þið viljið meiri Daða þá mæli ég með Mixophrygian á Spotify.