Arnar og Rakel eru oft nefnd í sömu andrá, en þau eru eini dúettinn í úrslitum Söngvakeppninnar þetta árið. Lagið þeirra Again, verður flutt á sviði Laugardalshallarinnar í kvöld ásamt hinum sex sem keppa til úrslita.
Rakel: Fallegt, áhugavert, ljós, raddir og gæsahúð.
Arnar: Falleg, dramatískt, gæsahúð, sorglegt og (mjög vel) flutt!
Rakel: Að kynnast fólki í tónlistinni og að fá enn meiri reynslu og að bæta sig sem sviðslistamaður.
Arnar: Að fá að standa á sviði og syngja fyrir alla þjóðina ☺ Gerist ekki betra.
Rakel: Ég passa mig að vera ekki í kringum þá sem eru slappir eða veikir, svo ég smitist ekki. Við tökum nokkrar raddæfingar og svo hittumst við Arnar og löbbum í gegnum atriðið, sem sagt hreyfingar.
Arnar: Ég ætla að sofa nóg nóttina áður, fá mér heimalagaðan ávaxta-grænmetisdjús, hlusta á góð lög og syngja með… og brosa!
Rakel: Celine Dion!
Arnar: Það er auðvitað Celine Dion… Það er engin betri en Celine.
Rakel: Já ! Ég er mjög spennt að hitta hann. Ég hlakka til að fá mynd af mér með honum og setja í profile.
Arnar: Jájá
Rakel: Frakkland 2001- Natasha St-Pier- Je nai que mon âme.
Arnar: Love shine a light með Katrina and the Waves.
Rakel: Ég passa mig að verða ekki svöng. Ég fæ mér engiferskot og góðan boozt. Ég tek svo smá hugleiðslu (passa stressið), svo hita ég röddina vel upp fyrir atriðið.
Arnar: Sama og fyrri spurning
Rakel: Það eru Jóhanna Guðrún og Celine Dion.
Arnar: Ætli það sé ekki ABBA og Celine Dion.
Rakel: Það er hægt að fylgjast með okkur Arnari á snappinu okkar: Arnarrakelesc og einnig á Facebook og Instagram.
Arnar: Það sem hún sagði.
Rakel: Það er bara undirbúningur á fullu.
Arnar: Ómælanlegt magn af gleði og þakklæti, æfingar og söngur.
Rakel: Halda áfram að taka upp lagið sem ég er að vinna í stídíoi ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni og Röggu Gröndal.
Arnar: Mælanlegt magn af gleði og þakklæti… og söngur!
Góða skemmtun á laugardaginn og muna að kjósa það sem ykkur líkar, og ef ykkur líkar atriðið okkar, 900-9902.