Margir foreldrar vinna heima og þykir sumum það mjög þægilegt. Það er betra að hafa hurðina á skrifstofunni lokaða þegar maður fer í viðtal í gegnum Skype sem er í beinni á BBC. Það fékk sérfræðingur nokkur í málefnum Kóreuskagans, prófessor Robert Kelly, að finna á eigin skinni fyrir stuttu þegar rætt var við hann vegna stjórnmálaástandsins í Suður-Kóreu.
Í miðju viðtalinu birtast börn hans tvö í bakgrunninum og láta í sér heyra. Á eftir kemur barnfóstran sem þarf að hafa sig alla við við að smala börnunum út af skrifstofunni. Jafnvel þó að maður hafi tök á því að ráða manneskju til að aðstoða við barnauppeldið er það ekki nóg, þau eru ákveðin og láta ekki alltaf að stjórn.
Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér: