fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

„Ekki eina manneskjan sem á svona sögu“ – Gríðarleg viðbrögð eftir að Bryndís opnaði sig um ofbeldið

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 10. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér leið ofsalega vel eftir þetta – það var svo mikill léttir að koma þessu út. Ég vissi að ég þyrfti að gera það til að komast áfram á minni braut í batanum eftir ofbeldið.“

Þetta segir Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona, en viðtal sem birtist við hana á Bleikt síðustu helgi vakti mikla athygli.

Lestu meira: Bryndís og ofbeldið – Viðtalið í heild sinni – „Ég held mig í sannleika og heiðarleika og er þess vegna ekki hrædd“

Í viðtalinu segir Bryndís frá því að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 3 ár. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Þau sýna og staðfesta að ég er ekkert ein. Ég er ekki eina manneskjan sem á svona sögu. Núna þar sem við sitjum saman hér og drekkum kaffi er verið að beita fullt af manneskjum líkamlegu og andlegu ofbeldi inni á heimilum.“

Fjölmargir brotaþolar hafa haft samband við Bryndísi í vikunni.

„Ég hef ekki lengur tölu á skilaboðunum, tölvupóstunum og símtölunum sem ég hef fengið. Fólk hefur sent mér reynslusögur og þakkir fyrir að stíga fram. Ég ætla að svara þeim í rólegheitunum því ég met þetta mikils. Margir af þessum einstaklingum eru ennþá fastir í ofbeldissamböndum eða eiga svipaða sögu og ég. Ég get ekki bjargað þessum stelpum, en ég get hlustað og skilið og sagt þeim hvað virkaði fyrir mig til að komast á þann stað sem ég er á í dag.“

Eins og Bryndís útskýrði í viðtalinu var markmið hennar að segja sögu sína til að tryggja eignarhald sitt á henni. Hún segir algengt meðal þolenda ofbeldis að efast um eigin minningar og dómgreind.

„Yfirleitt er ofbeldismaðurinn duglegur við að láta þolandann finna sökina hjá sjálfum sér og það er svo ótrúlega stutt í hugsanir um að þetta hafi kannski verið manni að sjálfum að kenna. En sagan mín er mín og enginn annar á hana, þó að minn ofbeldismaður eigi auðvitað sína hlið.“

Hægt er að leita hjálpar á mörgum stöðum til að mynda hjá Stígamótum, Drekaslóð, Kvennaathvarfinu og lögreglunni.

„Þetta veit fólk oftast en samt er það ofboðslegur þröskuldur að leita sér hjálpar og komast í burtu. Oft hugsar fólk „hvað er að henni, af hverju fer hún ekki bara frá honum?“ – en málið er flóknara en það. Oft er þolandi mjög háður ofbeldismanninum, til dæmis fjárhagslega, og kannski er þetta spurning um að fara og bíða skjálfandi eftir að hann komi og drepi þig, eða halda áfram að þola niðurlægingu og barsmíðar heima fyrir og blómvendi og afsakanir inn á milli. Í alvöru, þetta er ekkert einfalt val.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Manstu eftir massaða átta ára stráknum? Svona er líf hans í dag

Manstu eftir massaða átta ára stráknum? Svona er líf hans í dag
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Önnur kanóna yfirgefur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

Önnur kanóna yfirgefur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Forsölumiðarnir á Smashing Pumpkins seldust hratt upp

Forsölumiðarnir á Smashing Pumpkins seldust hratt upp
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ratcliffe ætlar að reka 200 í viðbót hjá United og skilur ef fólk pirrar sig á því

Ratcliffe ætlar að reka 200 í viðbót hjá United og skilur ef fólk pirrar sig á því
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kóngurinn spurði Son út í ástandið hjá Tottenham – Virðist lítið fylgja með

Kóngurinn spurði Son út í ástandið hjá Tottenham – Virðist lítið fylgja með

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.