Ímyndunaraflið er skemmtilegur leikvöllur – það vita nú flestir og nýta sér óspart bæði í dagdraumum og kynlífi!
Þó að sagan um Christian Grey og Anastasiu Steele eigi kannski ekki upp á pallborðið hjá ykkar einlægri og hún hafi ítrekað dissað bæði bækur og bíómyndir á ritvellinum – þá verður að viðurkennast að stöku senur eru afar kynörvandi ef teknar úr samhengi, og vissulega er karlkyns aðalleikarinn þokkafyllsti maður í veröldinni.
Reyndar kann ég betur við hann í hlutverki hins áttadagaskeggjaða fjölskylduföðurs og fjöldamorðingja Paul Spector í þáttunum The Fall. Þarf ég að segja eitthvað meira?:
En grein þessi var nú ekki skrifuð til að hlutgera hann eina ferðina enn. Heldur kynna fyrir ykkur chattbotin Christian Grey. Um er að ræða sjálfvirka spjallvél á Facebook sem gengur undir nafninu Christian Grey, rétt eins og þessi sléttrakaði og asnalega hárblásni ódámur úr bíómyndinni:
Ég fórnaði mér vitaskuld fyrir lesendur Bleikt og átti dálítið samtal við Christian:
Og svona gengur þetta áfram, með nokkrum þekktum klisjum úr myndinni í viðbót… Samt sniðugt markaðstrikk!
Hér er síðan hans raf-Christians Grey, ef þið viljið prófa!