„Ég lenti í mjög alvarlegu slysi í júlí þar sem ég var á spítala í heilan mánuð og svo var þetta mjög erfitt ár persónulega,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi, en hún hefur birt myndband með einni sekúndu af hverjum degi í lífi sínu allt síðasta ár.
Árið átti að verða rólegt og viðburðalítið en varð eitt það erfiðasta sem hún hefur upplifað. Myndbandið varð þvi áhrifaríkara en hún bjóst við í fyrstu.
En þegar maður skoðar þetta þá eru þetta eiginlega bara vinir manns í hláturskasti, skemmtilegir fundir, listsýningar og fleira. Þannig að þó þetta hafi verið erfiðasta ár lífs míns þá var samt einhvern veginn eitthvað skemmtilegt að gerast á hverjum einasta degi. Það er því fullt af jákvæðu sem kemur út úr öllu líka,“
segir Inga Björk í samtali við DV sem fjallaði um myndbandið.