fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025

Prinsessu er nauðgað í partýi – Sól Hilmars gerði magnað verkefni um nauðgunarmenningu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sól Hilmarsdóttir stundar nám í myndskreytingu við Leeds College of Art. Hún vakti athygli okkar á Bleikt vegna verkefnis sem var hluti af BA ritgerð hennar þar sem hún skoðar nauðgunarmenningu í poppkúltúr. Með ritgerðinni varnn hún sjálfstætt myndskreytt verk, nútímaútgáfu af ævintýrinu um Þyrnirós.

Við fengum að heyra meira um verkefnið.

„Bókin sjálf fjallar um unga „prinsessa“ sem fer í partý, er byrlað og svo nauðgað af „prinsinum“ á meðan aðrir gestir í partýinu senda sms, Facebook skilaboð og dreifa slúðri um stúlkuna og lauslæti hennar.“

Sól fór í gegnum mikla heimildavinnu fyrir ritgerðina.

„Þar á meðal var mikið af efni um Brock Turner og Stubenville málin og hvernig samfélagsmiðlar geta unnið með eða á móti svona atvikum, til dæmis þegar fólk hefur þegar gert upp hug sinn um hver er virkilega fórnarlambið og ákveðið hvað er nauðgun og hvað er ekki nauðgun og hvernig það getur haft gífurleg áhrif á nauðgunarmenningu í samfélaginu í dag.“

Og þaðan kom hugmyndin að gera ævintýri um prinsessu sem er nauðgað. „Í ritgerðinni fjallaði ég ekki bara um samfélagsmiðla heldur einnig kvikmyndir og bókmenntir eins og Fifty Shades of Gray og Game of Thrones, sem á köflum beinlínis hvetja til kynferðisofbeldis gegn fólki.“

Sól segir að samkvæmt þeim heimildum sem hún aflaði sér megi segja að ævintýrin, sem börnin okkar horfa stöðugt á, ýti undir nauðgunarmenningu.

„Þótt það sè ekki bein tenging þá er þar samt undirliggjandi ofbeldishegðun. Til dæmis er upprunalega sagan um Þyrnirós, Sun, Moon and Talia, saga frá 1634 eftir Giambattista Basile og fjallar um fallega stúlku sem fellur í djúpan svefn af eftir að hún fær flís í fingurinn. Þar er henni ekki bjargað af fögrum prinsi heldur nauðgað af konungi, ber honum tvö börn í svefni og vaknar við að annað barnið erað sjúga flísina úr fingri hennar.

Þótt Disney hafi tekið söguna og fegrað hana töluvert er samt hægt að segja að hún sé á gráu svæði, því það eru ekki margir sem myndu vilja vakna við að blá ókunnugur maður er að kyssa mann þegar maður sefur rótt og myndi það fyrir flestum vera allavegana kynferðisleg áreitni.“

Þessar upplýsinga þykja blaðakonu nokkuð sláandi. En hvað er til ráða? Geta einstaklingar gert eitthvað eða eru breytingar háðar duttlungum stóru kvikmyndafyrirtækjanna? Sól segir að ýmislegt sé hægt að gera.

„Við sem samfélag gætum hugsanlega breytt nauðgunarmenningu einn daginn með því að minnka kynferðisofbeldi sem þjónar engum tilgangi í sjónvarpsefni, tónlistarmyndböndum, auglýsingum og þess háttar og ef nauðgunin og ofbeldið er þarna aðeins til að vekja sjokk hjá áhorfandanum og hefur engar afleiðingar, góðar eða slæmar og er ekki í einhverjum tilgangi þá er ofbeldið gjörsamlega tilgangslaust.“

Sól Hilmarsdóttir

Hún segir líka mikilvægt að einstaklingar standi upp og láti heyra í sér þegar þeim misbýður.

„Við eigum að láta kvikmyndafyrirtækin vita að okkur er misboðið, og að nauðgunarmenning er ekki eðlilegur hlutur og á ekki að viðgangast í samfélögum. Svo þarf að takast á við bleika fílinn strax í upphafi og fræða börn um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess. Fara inn í skólana, ræða við krakkana og þess vegna ákvað ég að gera þess bók.“

Hægt er að fylgjast með Sól og verkum hennar á Facebook

Hún er líka með heimasíðu

Og hún er auðvitað á Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rukka allt að 2,2 milljónir fyrir miða á leikina

Rukka allt að 2,2 milljónir fyrir miða á leikina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Endurkoman var alltaf langt frá því að verða að veruleika“

,,Endurkoman var alltaf langt frá því að verða að veruleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Átt þú svona 1 evru pening? – Gæti verið 100.000 króna virði

Átt þú svona 1 evru pening? – Gæti verið 100.000 króna virði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.