Stórleikkonan Emma Stone er að skjótast hraðar og hærra upp á stjörnuhimininn en nokkru sinni fyrr. Frammistaða hennar í La La Land hefur tryggt henni fullt af verðlaunum og tilnefningum, þar á meðal Golden Globe verðlaun, SAGA verðlaun, Bafta tilnefningu og Óskarstilnefningu.
Emma Stone er mjög heillandi og skemmtileg persóna. Hún er í miklu uppáhaldi hjá okkur á Bleikt og finnst okkur sérstaklega gaman að horfa á viðtöl með henni. Brandararnir og sögurnar hennar koma manni alltaf í gott stuð, en eina sögu hefur hún sagt síðan áður en hún varð fræg. Það er ávallt sama sagan um PowerPoint og hvernig hún sannfærði foreldra sína að leyfa sér að flytja til Hollywood þegar hún var táningur.
Sagan er nokkurn veginn svona:
Á unglingsárunum var Emma Stone harðákveðin í að flytja til Hollywood og verða stjarna. Hún ákvað að besta leiðin til að sannfæra foreldra sína til að leyfa sér að fara væri að halda PowerPoint sýningu fyrir þau.
Hún hefur sagt þessa sögu í mörgum viðtölum síðan 2009 og við munum örugglega heyra þessa sögu oft næstu vikurnar fyrir Óskarsverðlaunahátíðína. Emma Stone er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í La La Land og mun eflaust koma víða fram í viðtölum til að kynna sig og myndina.
Vox segir að þessi saga sé orðin þreytt og það sé kominn tími til að Emma Stone finni aðra „krúttlega nörda“ sögu til að segja í viðtölum. Þetta er samt frekar skemmtileg saga, og okkur á Bleikt finnst kannski ekki alveg rétt að setja hana á hilluna…
Hvað finnst ykkur kæru lesendur? Sagan orðin þreytt eða jafn sjarmerandi og hún var fyrst?