„Vó, hvaðan í f***inu kom Matt Damon?“ verður þeim félögum Curlz og Marc að orði þegar rapparinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, helmingur dúettsins Úlfur úlfur, birtist á skjánum.
Í nýju viðbragðamyndbandi horfa þessir gárungar á myndbandið við lagið Brennum allt – sem Úlfarnir okka allra gerðu frægt 2015. Þeir dást að líkamlegu atgervi Arnars Freys Frostasonar, sem birtist okkur ríðandi á hesti í Fellunum, en þegar Kött Grá Pje birtist í blæjubíl með þremur Sankti Bernharðs hundum fer þeim fyrst að finnast myndbandið mjög töff. Í upphafi myndbandsins eru áhorfendur varaðir við bandarískri fáfræði um erlenda menningu og siði, sem muni mögulega birtast í því – en þeir eru nú ekki svo slæmir.
Ekki eru þeir félagar alveg með á hreinu hvaða tungumál þeir eru að hlusta á – en eftir að hafa minnst á ítölsku og þýsku, detta þeir niður á íslensku.
https://youtube.com/watch?v=j7hXiqotZIA%3Fvq%3Dhighres