Lady Gaga sá um sýninguna í hálfleik Super Bowl. Í fyrra söng hún þjóðsönginn fyrir leik en í ár fékk hún að syngja sín eigin lög í hálfleik Super Bowl LI (51) í leik New England Patriots og Atlanta Falcons. Þegar Lady Gaga var að undirbúa sig fyrir þennan stóra sjónvarpsviðburð sagði hún meðal annars: „Þetta verður einstakt því ég er búin að undirbúa þetta síðan ég var fjögurra ára. Svo ég veit alveg hvað ég ætla að gera.“
Lady Gaga byrjaði sýninguna sína ofan á leikvanginum en stökk svo fram af og seig niður á sviðið í vírum. Hún tók lög eins og Pokerface, Born this way, Telephone, Just Dance og Bad romance. Fólki þótti einstaklega fallegt þegar hún sagðist ætla að láta fólki líða vel og settist fyrir framan píanó og söng lagið Million Reasons af nýjustu plötunni sinni á meðan áhorfendur voru með ljós á lofti.
Lady Gaga var umkringd ótrúlega hæfileikaríkum dönsurum og sviðið var frábært. Aðdáendum fannst gaman að fá að heyra söngkonuna syngja þessi vinsælu lög og auðvitað dansaði hún líka. Fyrstu viðbrögð við atriði Lady Gaga voru frekar jákvæð. NFL birti þetta myndband af sýningu Lady Gaga á Twitter.
WOW. Amazing.@ladygaga‘s #PepsiHalftime Show! 👏#SB51 https://t.co/z9vCKRBKkC
— NFL (@NFL) 6 February 2017
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessari eftirminnilegu sýningu Lady Gaga.