fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Dóttir Ingibjargar hefur sofið illa frá fæðingu: „Orðin einhver skel af manneskju af svefnleysi“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir hefur verið svefnvana síðustu sjö mánuði eftir að dóttir hennar fæddist. Litla stúlkan hefur sofið illa og bitnaði þetta á líðan Ingibjargar og eldra barni hennar sem fékk skiljanlega minni athygli þegar svo mikil orka fer í svefnvandamál hennar. Ingibjörg er bloggari á síðunni Öskubuska og sagði frá þessum erfiða tíma í einlægum pistli í dag.

„Ímyndaðu þér þetta. Klukkan er að ganga 5 og þú ert búin að ganga um gólf síðan fyrir miðnætti með ungabarn sem er úrvinda af þreytu en vill ekki sofa og grætur bara. Þú ert sjálf orðin einhver skel af manneskju af svefnleysi og þreytu og kvíðir fyrir því að þurfa að vakna eftir rúma 2 tíma með eldra barninu. Baugarnir ná orðið langt niður á kinnar og eru orðnir að þessum regnboga af fjólubláum og dökkbrúnum litum, andardrátturinn þinn er stöðugt mengaður af kaffilykt og þú manst ekki hvenær þú hafðir síðast tilfinningu í höndum eða fótum. Og það er nákvæmlega ekkert sem þú getur gert til að róa barnið þangað til það dettur út af þreytu. Skemmtileg tilhugsun? Svona var þetta búið að vera í 7 mánuði. Flest kvöld.“

Ingibjörg reyndi að finna skýringar á bakvið svefnvandamálin og taldi um tíma að þetta tengdist vaxta- og þroskakippum. Aldrei fannst svarið við spurningum hennar.

„Það er erfitt að eiga barn sem ekki sefur, og þó að það sé eðlilegt að foreldrar ungabarna missi ákveðið mikið magn af svefn er ekkert eðlilegt við það hvað Hulda María er búin að sofa lítið síðan hún fæddist. Hún fæddist, vakti mjög mikið daginn sem hún fæddist og svo hefur hún bara verið svoleiðs – vakandi. Þetta tekur á öll þín sambönd, ekki bara við maka heldur við önnur börn á heimilinu, foreldra þína, vini – alla sem þú getur hugsað þér, meiraðsegja dýrin. Ég veit ekki hversu oft ég hef staðið á stofugólfinu um miðjar nætur og grátið með henni. Grátið frá mér allt vit af þreytu og ergelsi.“

Segist Ingibjörg svo fá samviskubit yfir því að gráta, því dóttir hennar hafi enga leið til að tjá sig nema gráta því henni líður illa eða er þreytt.  Ingibjörg reyndi lengi að segja að þetta væri ekki að láta sér líða illa, en viðurkenndi svo að lokum að þetta væri ekki í lagi og leitaði aðstoðar læknis vegna fæðingarþunglyndis. Hún segir að þetta hafi verið skrítin tilfinning, að vera hamingjusöm en bara þreytt og vonlaus.

„Svefnleysi yfir ákveðinn punkt er ákveðinn kvöl fyrir líkamann, líkamleg kvöl. Það sem mér finnst öllu verra er andlega kvölin sem fylgir líka. Suma daga næ ég í einhverju maníu kasti að komast í gegnum daginn án þess að líða eins og gagnslausu húsgagni því orkan hreinlega leyfir ekki neitt umfram það að hugsa um Huldu. En flesta daga er það ekki svo gott. Flesta daga á ég erfitt með að fara fram úr rúminu.“

Mæðgurnar Ingibjörg og Hulda María

Ingibjörg segir að óviljandi bitni þetta auðvitað líka á syni hennar, að svona mikil orka fari í að svæfa litlu systur hans.

„Síðustu 7 mánuði hefur okkar líf snúist um svefninn hennar Huldu Maríu, það sem við gerum eða hvert við förum hefur allt verið skipulagt út frá henni. Það er ekki fyrir 4 ára lítinn strák að skilja þetta allt saman. Það er stundum erfitt að vera stóri bróðir sagði hann um daginn. Eins og blaut tuska í andlitið sem það var. „

Segir Ingibjörg að þessi orð verði rennimerkt í hjarta og hug það sem eftir er. Síðustu dagar hafa verið örlítið betri fyrir þær mæðgur, þær sofa aðeins meira og er Ingibjörg þakklát fyrir það. Hún endar einlæga pistilinn sinn með því að biðja fólk um að sýna tillit þegar það ræðir við foreldra um svefn.

„Ef þreytt foreldri minnist á það að vera þreytt, ekki gera lítið úr því. Ekki segja að þau hafi ákveðið að eignast barn og þetta séu bara afleiðingarnar eða að allir foreldrar séu þreyttir. Sýndu þeim frekar skilning og stuðning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Salah kveikir í City mönnum fyrir stórleikinn: Segir að Haaland lifi auðveldu lífi – ,,Þægilegt fyrir hann“

Salah kveikir í City mönnum fyrir stórleikinn: Segir að Haaland lifi auðveldu lífi – ,,Þægilegt fyrir hann“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.