fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025

Augnháralenging – Allt sem þú þarft að vita!

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum fór ég í augnháralengingu og var alveg ótrúlega ánægð með útkomuna. Augnháralenging virkar þannig að stök hár eru sett á þín náttúrulegu augnhár. Eitt gervihár er fest á eitt af þínum augnhárum með sérstöku lími. Þetta eyðileggur ekki þín augnhár ef þú ferð til fagaðila og hugsar rétt um augnhárin.

Ég fór í augnháralengingu hjá snillingnum henni Inger Önnu en hún hefur unnið við þetta í rúm tvö ár og er með alveg ótrúlega flott meðmæli. Þetta tók í kringum 90 mínútur en það er misjafnt hvað sett er mikið að hárum, gott er að gera ráð fyrir allavega klukkutíma í þetta. Þetta er ekkert sársaukafullt og ég vandist augnháralengingunni strax. Ég tók myndir í stólnum fyrir og eftir lengingu og þar sést vel hvernig augnhárin eru.

Hárin detta af með tímanum þegar þín náttúrulegu augnhár losna, því þarf að fara í lagfæringu á þriggja til fimm vikna fresti.Hér fyrir neðan er ný mynd, en nú eru tvær vikur síðan ég fór í augnháralengingu. Ég ætla að fara í lagfæringu eftir tvær vikur en þá eru öll laus hár tekin og ný hár sett þar sem vantar, það tekur 30 til 60 mínútur og er þá ódýrara en fyrsta skiptið.

Svona eru augnhárin núna – 2 vikum seinna

Ég er með mjög ljós augnhár svo ég fann mikinn mun með augnháralengingunni. Ég elska að þurfa ekki að setja á mig maskara og vera ekki alveg jafn „glær“ þegar ég fer óförðuð út úr húsi. Það er mjög persónubundið hvernig augnháralenging hentar hverjum og einum og mikið af gerviaugnhárum í boði í mismunandi lengd, þykkt og sveigju. Sumir vilja vera með náttúrulegt lúkk á meðan aðrir vilja hafa augnhárin mjög áberandi. Ég mæli 100 % með Inger Önnu, hægt er að hafa samband við hana HÉR.

Mynd tekin daginn sem augnháralengingin var sett á – Hér sést vel hvað þau eru þétt

Nokkur góð ráð:

  • Ekki bleyta augnhárin í 12 tíma eftir að þú ferð í lengingu.
  • Ekki nota maskara á augnháralenginguna því það getur verið erfitt að taka hann af. Augnhárin eru dökk og þétt svo þú munt ekki þurfa maskara á efri augnhárin.
  • Reyndu að fikta ekkert í augnhárunum að óþörfu.
  • Notaðu augnháragreiðu (eða þrífðu bursta úr gömlum maskara og notaðu sem greiðu) til þess að greiða reglulega í gegnum augnhárin svo þau flækist ekki.
  • Ekki nota vatnsheldan maskara eða eyeliner fyrir ofan eða neðan augað því þá gætir þú þurft að þrífa það með olíu og það má alls ekki setja olíu á augnhárin. Alls ekki nota olíu í kringum augnsvæðið, sérstaklega ekki kókosolíu.
  • Ekki nota bómull til að þrífa augnhárin, hann festist auðveldlega í hárunum.
  • Alls ekki reyna að fjarlægja augnháralenginguna sjálf, það þarf að nota sérstakt efni til þess sem leysir upp límið og skaðar ekki þín náttúrulegu augnhár. Þú getur líka leyft þeim að vaxa af.

Endilega sendu mér tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vilhjálmur ósáttur: „Þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur“

Vilhjálmur ósáttur: „Þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sævar sótillur í sófanum á Akureyri þegar sérfræðingar að sunnan sögðu þetta í beinni í gær – „Þá má leggja hana niður“

Sævar sótillur í sófanum á Akureyri þegar sérfræðingar að sunnan sögðu þetta í beinni í gær – „Þá má leggja hana niður“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump ráðlagt að tala ekki við Pútín áður en samið verður um vopnahlé

Trump ráðlagt að tala ekki við Pútín áður en samið verður um vopnahlé
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jose Mourinho gæti fengið mjög stórt starf í sumar

Jose Mourinho gæti fengið mjög stórt starf í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er ofbeldið í enska boltanum – Þessir stuðningsmenn eru þeir verstu

Svona er ofbeldið í enska boltanum – Þessir stuðningsmenn eru þeir verstu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.