Í janúar 2017 ferðaðist Natasha Puente til Japan og þar sem hún er mikill aðdáandi refa ákvað hún að heimsækja refaþorp. Zao Kitsune Mure er refaþorp í Shiroshi, Miyagi. Aðgangseyrir er tæplega þúsund krónur og við inngöngu færðu fyrirmæli um hvernig skuli haga sér í þorpinu meðal refanna.
Ef refur kemur of nálægt þér þá áttu að sýna yfirburði og ákveðni. Mikilvægast er að snerta ekki refina undir neinum kringumstæðum. Natasha ákvað hins vegar að fylgja ekki öllum fyrirmælunum þar sem hún var ólm í að klappa ref. Hún tók einnig margar frábærar myndir sem þú getur skoðað hér fyrir neðan. Hún birti myndirnar fyrst á Bored Panda.