fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Helga Gabríela opnar nýjan hollustuvef – „Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf haft mikinn áhuga á matagerð“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 4. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Gabríela Sigurðardóttir er kokkanemi á Vox, en þessa dagana nýtur hún þess að vera í fæðingarorlofi með litla stráknum honum Loga sem fæddist 14. ágúst síðastliðinn. Hún á líka yndislegan mann sem hún er ástfanginn af upp fyrir haus og elskar að elda fyrir.

Helga útskrifaðist úr listnámi í Fjölbrauðaskólanum í Garðabæ og fór eftir það í áframhaldandi nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf haft mikinn áhuga á matagerð. Þetta áhugamál hefur þróast með árunum og í dag hef ég brennandi áhuga öllu sem tengist heilsu og mat,“ segir Helga í samtali við Bleikt.

Á dögunum opnaði Helga nýjan vef sem við ákváðum að forvitnast aðeins um og líka ýmislegt annað sem er í gangi hjá kokkanemanum og mömmunni.

„Á vefnum má finna fullt af girnilegum og hollum uppskriftum ásamt nýju efni tileinkað foreldrum og ungabörnum. Þar sem litli snúðurinn minn er að farinn að byrja borða, hugsaði ég með mér að uppskriftir af barnamat ásamt fleiru spennandi efni tengdu börnum gæti verið skemmtileg viðbót við bloggið mitt.“

Helga segir árið hafa byrjað skemmtilega hjá fjölskyldunni.

„Fyrir tilviljun rákumst við á íbúð fyrir jól sem við urðum alveg ástfangin af og enduðum með á að kaupa. Eins og stendur erum við á fullu í því að flytja. Annars er ég með spennandi verkefni í huga sem mig langar til að vinna í meðan ég klára fæðingarorlofið með Loga. Í júní tekur svo matreiðslunámið mitt aftur við, sem ég stefni á að klára innan tveggja ára. Það verða síðan klárlega einhver skemmtileg ferðalög í sumar með strákunum mínum.“

Helga Gabríela borðar ekki kjöt. Hvers vegna skyldi hún hafa gefið það upp á bátinn?

„Þar sem ég er mikill dýravinur er það fyrst og fremst af siðferðislegum ástæðum en einnig vegna umhverfis- og heilsufarssjónarmiða. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir nokkrum árum og eftir vandlega umhugsun þá gat ég ekki lengur réttlætt fyrir sjálfri mér að skepnum þyrfti að verða slátrað eingöngu til þess að enda á kvöldverðardisknum mínum, enda get ég lifað fullkomlega góðu lífi án þess.“

Hún sér ekki eftir ákvörðuninni. „Mér líður yfir höfuð mun betur og ég er með mikla orku. Einnig er mikil breyting á hugafarinu. Ég horfi á mat allt öðrum augum en ég gerði. Einnig er miklu skemmtilegra að elda núna og er dugleg að prufa mig áfram með nýja rétti.“

Hollustan er í fyrirrúmi og Helga segir að það gerist ekki oft að smjör og rjómi slæðist í uppskriftirnar. „Mér finnst svo gott að borða hollt og ég hef svo gaman af því. Ég reyni líka alltaf að hugsa um hinn gullna meðalveg. Gott er að hafa það bak við eyrað að reyna velja alltaf betri kostinn. Eins og í staðinn fyrir smjör er gott að nota kókosolíu, avókadó, stappaðann banana eða gríska jógúrt. Þannig í raun ertu ekki að neita þér um neitt, heldur velur að skipta yfir í betri kost.“

Það verður gaman að fylgjast með vefnum hennar Helgu Gabríelu – en við á Bleikt munum reglulega birta uppskriftir frá henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea sagt horfa til Ipswich

Chelsea sagt horfa til Ipswich
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu ráðin gegn morgunandfýlu

Þetta eru bestu ráðin gegn morgunandfýlu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segist ekki vera þjálfari en gæti keypt knattspyrnufélag

Segist ekki vera þjálfari en gæti keypt knattspyrnufélag
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt