fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Anna Tara hvetur konur til að sættast við píkur og túrblóð – „Fáar konur virðast vera tengdar píkunum sínum“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 4. febrúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Tara Andrésdóttir vaknaði einn morgunn í vikunni, og eins og oftar var túrblettur í lakinu hennar. Hann er nú orðinn að listaverki!

Bletturinn kominn í fínan ramma!

Við ákváðum að hafa samband við Önnu Töru og ræða þetta ágæta listaverk í þaula – já og fyrirbærið túr.

„Til að byrja með ætlaði ég ekki að búa til neitt listaverk, þetta gerðist alveg óvart. Ég vaknaði með túrblett í lakinu mínu eins og svo oft áður nema í þetta skiptið sá ég túrblettinn í öðru ljósi. Ég sá út úr þessu mynd af typpi,“ segir Anna Tara í samtali við blaðakonu Bleikt.

„Ég tók mynd og sendi á nokkra vini. Eftir það fór ég að sjá mjög mikla fegurð í þessu. Hægt er að líta á túrblóð sem tákn hins kvenlega og typpi sem tákn hins karllæga. Ég gæti sagt að þetta sé sameining þess kvenlega og karllæga en ég sé þetta í öðru ljósi. Ég sé þetta sem eins konar sigrun á því karllæga. Ef kvenleikinn væri ekki til þá væri myndin af typpinu ekki til. Þannig er karlleikinn háður kvenleikanum í þessu verki.“

Að auki bendir Anna á að fyrir þá sem sjá túrblóð sem eitthvað ógeðslegt þá sé þetta mögulega svívirðing á því karllæga. „Ég fæ mjög mikla ánægju úr því. Hins vegar fyrir þá sem sjá túrblóð í sínu rétta ljósi sem guðdómlegt tákn lífsins þá er heiður fyrir karlleikann að vera skapaður úr hinu kvenlega, hvortveggja frjósemistákn.“

Anna segist að undanförnu hafa verið að þróa með sér þráhyggju fyrir píkum.

„Ég hef syrgt það hversu fáar konur virðast vera tengdar píkunum sínum. Þær lifa einhvern veginn þannig lífi að þær þurfa aldrei beint að horfast í augu við píkuna sína. Ef þær taka mynd af henni og skoða hana þá bregður þeim jafnvel.“

Anna, sem er meðlimur Reykjavíkurdætra, er einmitt að vinna í því að semja lag um þetta málefni.

„Samfara því hefur ómeðvitað farið af stað hjá mér eins konar hugarfar um velkomnun túrblóðs. Einu sinni lak til dæmis túrblóð niður leggina mína undan stuttu, hvítu, sumarlegu pilsi og ég benti „vini“ mínum á það og hann sagði æjæj. Ég svaraði: „Æjæj? sérðu ekki hvað þetta er fallegt, ég ætti frekar að taka mynd.“ Hann stökk þá til og náði í myndavél og tók mynd.
Svo er eitthvað svo dásamlegt við að losa túrbikar, allt samsafnaða túrblóðið vellur út í einu splashi. Eftir setur klósett útatað í blóði og blóðugur klósettpappír. Mér finnst eitthvað ótrúlega skemmtilegt við þetta og ég er farin að taka myndir áður en ég veit af.“

Anna Tara bendir réttilega á að við tölum mjög oft um skömm hvað varðar píkur og túrblóð. „Orðið er næstum þvi orðið merkingalaust. Engu að síður er þetta sannleikur sem við vitum öll. Það ríkir skömm yfir píkum og túrblóði og tja, það er allavega mjög lítið eftir af minni skömm. Hins vegar þurfti ég því miður einbeitta meðvitund til að breyta viðhorfum mínum. Þannig vil ég með verkum mínum hvetja aðra til að leggja þessa vinnu á sig því sjálfsástin er þess virði.“

Myndir af Önnu: Kristín Pétursdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.