fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Sprengidagsleikur Bleikt – Gjafabréf á Gló – Falafel uppskrift frá Mæðgunum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðilegan sprengidag elsku lesendur! Hugur okkar er í dag hjá grænkerum, svo að við ákváðum að skella í einn laufléttan sprengidagsleik – og vinningurinn er ekki af verri endanum:

Uppfært: Vinningshafinn er engin önnur en Marta Kristín Jónsdóttir. Til hamingju Marta!

Gjafabréf fyrir mat og eftirrétt fyrir tvo á Gló!

Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna er að segja okkur hvaða grænmeti þú heldur mest upp á í athugasemd hér fyrir neðan greinina.

Við drögum út vinningshafa í kvöld og uppfærum greinina með nafni hans.

Fyrir þá sem ekki hljóta vinning ætlum við svo að birta dásamlega uppskrift frá Mæðgunum, Sollu á Gló og Hildi. Gjörið svo vel:

Falafel vefja

Falafel er í alveg sérstöku uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Gott falafel sameinar svo listilega „juicy“ máltíð og góða næringu. Heimalagaðar falafelbollur eru einfaldar í framkvæmd og aðeins hollari en skyndibitaútgáfan, ef við veljum að baka bollurnar í ofni frekar en að djúpsteikja þær. Í bókinni okkar Himneskt – að njóta er góð uppskrift af klassískum ofnbökuðum falafelbollum, sem við útbúum reglulega. En þar sem við erum forfallnir falafel aðdáendur langaði okkur í þetta sinn að prófa smá twist, til tilbreytingar. Sú eldri fékk þá snilldarhugmynd að nota fínt rifinn kúrbít í deigið, hann gefur bollunum raka og mýkt, og eykur grænmetisskammtinn í leiðinni. Og til að halda áfram í grænmetinu þá útbjuggum við vefjur úr stórum salatblöðum, fylltum þær af gómsætum bollum, dásamlegri avókadódressingu og heimalöguðu kimchi. Mmm… þvílík sæla!

Framkvæmdin

Gott er að byrja á því að útbúa kimchi, og láta það standa svolítið (æðislegt ef þið eruð fyrirhyggjusöm og látið bíða yfir nótt, en má líka nota strax). Útbúið síðan bollurnar og á meðan þær eru í ofninum er tími til að skella í avókadódressingu og steikja smá grænkál til að hafa með, eða skera niður það grænmeti sem ykkur langar í.

Þegar allt er tilbúið er mál að útbúa vefjurnar. Mikilvægt er að finna salatblöð sem eru nógu stór til að halda öllu góðgætinu inni. Í matvörubúðunum fæst oft íslenskt salat í potti, sem hefur mjög stór blöð, en það má nota hvaða stóru salatblöð sem er, hvítkál er líka mjög gott. Okkur finnst salatblöð frábær sem ferskar vefjur, en þið getið að sjálfsögðu notað þær vefjur sem ykkur þykja bestar, t.d. speltvefjur eða tortillur.

Fyrir eina vefju: Leggið 2 stór salatlauf á bökunarpappír, setjið grænkál þar ofan á, síðan kimchi ofan á grænkálið, raðið falafelbollunum þar ofan á og setjið að lokum avókadósósuna yfir bollurnar og rúllið upp.

Uppskriftin

Falafelbollur

2 bollar soðnar kjúklingabaunir
2 bollar ferskur kóríander
1 bolli smátt rifinn kúrbítur, safinn kreistur úr honum
1 rauðlaukur, smátt saxaður
4 msk möndlusmjör
2 msk sítrónusafi
1 msk sítrónuhýði
2 hvítlauksrif eða 1 msk þurrkaður hvítlaukur (krydd)
1 tsk chili
1 tsk cuminduft
1 tsk malaður kóríander
1 tsk sjávarsalt

Aðferð

Rífið kúrbítinn, stráið yfir hann 1/2 tsk af sjávarsalti og látið hann standa á meðan þið finnið til restina af uppskriftinni.
Setjið allt nema kúrbítinn í matvinnsluvél, en bíðið með að mauka.
Kreistið vökvann úr kúrbítnum (Okkur finnst gott að setja hann í spírupoka og kreista).
Bætið kúrbítnum út í matvinnsluvélina. Blandið þar til þetta er orðið að grófu deigi.
Gott að nota ískúluskeið til að búa til litlar bollur. Gott að rúlla hverja bollu smá stund í lófanum áður en þær eru settar á bökunarpappír svo þær haldi forminu sem best og detti síður í sundur.
Bakið við 200°C í um 20-25 mín. Snúið bollunum eftir ca 10 – 12 mín.

Avókadósósa

1 avókadó
1 væn msk tahini
2-3 msk sítrónusafi
1/4 tsk salt
1/2 tsk hvítlauksduft
1 msk ferskur kóríander
1/2 daðla (ef vill)
Allt sett í blandara og maukað.

Kimchi

100g hvítkál
2 gulrætur
1 rauð paprika
lögur:
1 tsk sjávarsaltflögur
1 msk eplaedik
1 msk sítrónusafi
1 tsk engiferskot (pressaður engifersafi)
1/4 tsk cayenne (endilega setjið meira ef þið eruð hrifin af sterku)

Aðferð

Skerið/rífið hvítkálið í frekar fínar lengjur
Skerið/rífið gulræturnar í mjóar strimla
Steinhreinsið paprikuna og skerið í þunnar sneiðar.
Setjið í skál og stráið yfir salti, ediki, sítrónusafa, engifer og cayenne og kreistið/nuddið saman í smá stund.
Látið standa við stofuhita í 2-4 klst ef þið hafið tækifæri til.
Má nota strax og má líka standa yfir nótt (extra gott ef fær að standa yfir nótt).
Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flottur sigur í Póllandi tryggði stelpunum ekki fyrsta sætið

Flottur sigur í Póllandi tryggði stelpunum ekki fyrsta sætið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.