Auglýsing frá þýsku matvöruversluninni Edeka hefur vakið upp umræður um fitufordóma. Í auglýsingunni er fjallað um drenginn Eatkarus sem þráir að fljúga en getur það ekki vegna fitu. Hann breytir matarvenjum sínum eftir að átta sig á hvað fuglar borða – og viti konur – fljótlega er hann orðinn grannur og kominn á flug.
Talsmenn verslunarinnar hafa sagt að auglýsingunni sé ætlað að vera hvatning um bætt mataræði – en margir hafa bent á að hún ýti fyrst og fremst undir fitufordóma.