fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024

Fæðingarsaga Olgu Helenu – Fékk gat á lungað í átökunum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Helena á Lady.is var svo góð að leyfa okkur að birta fæðingarsöguna sína:

Um kvöldið þegar ég var komin 39 vikur + 1 dag fór ég að finna daufa túrverki með samdráttum með 10 mínútna millibili. Ég fer að sofa en vakna aftur um nóttina við sterkari túrverki. Klukkan 7 um morguninn fer síðan slímtappinn. Samdrættirnir halda áfram yfir daginn á svipuðu róli, sirka 10 mínútur á milli en ekki miklir verkir. Ég ákveð að fara í skólann þar sem það var skyldumæting og var þetta seinasti tíminn sem ég þurfti að mæta í til að ná 80% lágmarksmætingu. Andri sleppir vinnunni þennan dag, skutlar mér í skólann og bíður eftir mér fyrir utan ef ske kynni að allt færi á fullt. Eftir tíma keyrum við upp í Kringlu til að ganga smá um og vonast til að verkirnir fari að ágerast. Á leiðinni í Kringlunna er keyrt aftan á okkur rétt fyrir utan skólann en sem betur fer var þetta ekki harður árekstur og ekkert sást á bílunum.

Eftir kvöldmat fóru verkirninr síðan að ágerast, en ennþá var ég ekki alveg viss um að ég væri raunverulega farin af stað í fæðingu, hélt þetta væru kannski bara fyrirvaraverkir þar sem verkirnir voru ekki reglulegir alveg upp á mínútu. Eftir miðnætti voru verkirnir orðnir aðeins verri þannig ekki var auðvelt að sofa enda bara 7-10 mínútur á milli samdrátta. Klukkan 8 um morguninn segir Andri mér að hringja upp á deild sem ég geri og útskýri hver staðan sé. Konan í símanum segir mér að ég sé komin af stað og ætti að koma upp eftir þegar mér væri farið að líða of illa til að vera heima.

Ég hélt ennþá að ég væri ekkert að fara að eiga á næstu dögum þar sem verkirnir voru ekki orðnir svo slæmir og ég var með það svo fast í hausnum að það þyrfti að vera jafnt á milli samdrátta. Ákváðum við að fara uppeftir klukkan 10 bara til að athuga hver staðan væri og hvort einhver útvíkkun væri, tókum allt dótið með í bílinn til öryggis þó ég hafi verið full viss um að við yrðum send aftur heim með max 1-2 í útvíkkun. Við komum niður á Landsspítala og tekur á móti okkur ljósmóðir. Hún setur mig inn í skoðunarherbergi í monitor til að fylgjast með samdráttum, blóðþrýstingnum og púlsinum hjá mér og barninu. Eftir klukkutíma í monitornum og þá um 6 mínútur á milli samdrátta skoðar hún á mér leghálsinn til að sjá hvort einhver útvíkkun hafi átt sér stað þar sem samdrættirnir voru orðnir nokkuð „sterkir” samkvæmt monitornum. Var ég þá komin með 5 í útvíkkun og voru það mjög ánægjulegar fréttir því ég var hrædd um að ég væri bara rétt komin af stað og yrði send aftur heim.

Sýndu þær mér tvö herbergi sem voru laus og fékk ég að velja og valdi ég herbergi sem hafði áður verið hluti af gamla Hreiðrinu. Stórt herbergi með hjónarúmi, laz-e-boy og baðkari. Verkirnir voru ennþá nokkuð vægir og hlustuðum við á tónlist, horfðum á Snapchat og tókum myndir. Næsta tékk á útvíkkun var kl.15:00 og var ég þá komin með rúma 6 í útvíkkun, þannig þetta var að gerast nokkuð hægt og verkirnir ekki ennþá orðnir slæmir. Fer ég þá í baðið sem var mjög þægilegt. Um 18:00 fóru verkirnir að versna og byrjaði ég að anda að mér glaðloftinu ofan í baðinu. Næsta tékk var klukkan 19:00 og þá fór ég upp úr baðinu. Sagði ég við ljósmóðurina fyrir tékkið að ef ég væri ekki komin með 8 í útvíkkun þá ætlaði ég að fá mænudeyfingu. Var ég þá komin með rúmlega 8 í útvíkkun þannig ég ákveð að sleppa deyfingunni þar sem ég hélt að nú væri lítið eftir enda getur deyfingin bæði hægt á ferlinu og aukið líkur á inngripum. Nú fór sársaukinn að aukast með hverjum samdrættinum og var ég byrjuð að anda vel að mér glaðloftinu og nota öndunina sem ég lærði í jóganu. Ég anda í gegnum hríðarnar á meðan Andri lét kalda bakstra á bakið og nuddaði þegar samdrátturinn stóð yfir.

Um 20:30 var ég orðin mjög óþreyjufull enda belgurinn ekki enþá sprunginn, ég var þá komin í 9 í útvíkkun og bað ljósmóðurina ítrekað að sprengja belginn. Loksins rétt eftir 21:00 sprengir hún belginn og þá fer allt á fullt. Stuttu seinna byrjar að koma rembingstilfinning. En þá fer allt að gerast ennþá hægar, hann er lengi að mjakast niður og kollurinn er eitthvað skakkur, um 22:30 er kollurinn komin neðar og finnur þá ljósan að það er einhver brún fyrir sem þarf að ýta til hliðar og gerir hún það, það var svo fáránlega vont!

Þrátt fyrir að brúninni sé ýtt til hliðar gengur allt enn mjög hægt en hann mjakast neðar og neðar. Kallað er á lækni til að athuga með stöðuna þar sem rembingurinn var búin að standa lengi yfir en hún vil ekki grípa neitt inn í strax og taldi ekki mikið eftir. Þegar klukkan er að ganga miðnætti er kallað aftur í lækninn og er þá lítið sem ekkert búið að breytast í næstum klukkustund. Ég orðin mjög óþreyjufull og að drepast úr verkjum enda búin að vera að rembast í 2 og hálfa klukkustund ásamt því að vera nánast ekkert búin að sofa í 2 sólarhringa. Ákvað læknirinn loks að klippa smá rifu til hliðar til að flýta fyrir því hjarslátturinn hjá Elmari Óla var farin að hægjast. Búið var að sækja fæðingarbekk ef ske kynni að það myndi ekki virka og þá þyrfti að nota sogklukku. Ég hélt nú ekki og gaf allt mitt í rembinginn. Í þessari hríð remdist ég eins og enginn væri morgundagurinn og gaf meira en ég átti inni sem endaði með að ég fékk tak í hægra herðablaðið. Í þeirri hríð kom höfuðið og síðan hann allur í rembingnum á eftir. Ég fékk hann strax á bringuna og ég trúði ekki að hann væri kominn til mín. Þetta var ótrúleg tilfinning sem ég mun aldrei gleyma.

Í lok fæðingarinnar fann ég rosalegan sting í bakið og hélt ég hefði fengið tak í bakið í fæðingunni. Byrjaði ég síðan að blása út á bringunni og í andlitinu og brakaði þegar þrýst var á bringuna. Ég tók ekki eftir því fyrr en ég leit í spegill inn á klósetti og sá að ég var eins og Shrek í andlitinu, þetta leit út eins og bráðofnæmi og átti ég erfitt með að anda. Ljósan hélt að þetta væri bara áreynsla eftir rembinginn og þetta væri líklegast bara bjúgur. Mér fannst það frekar ólíklegt þar sem þetta kom á svo stuttum tíma. Daginn eftir var ég send í röntgen og kom þá í ljós að takið í herðablaðinu í rembingnum var ekki tak í bakinu eins og ég hélt heldur kom gat á lungað við átökin, það hafði fallið saman og þess vegna var loft komið undir húðina á bringuna og andlitið. Við gistum í 3 nætur á spítalanum þar sem læknarnir vildu fylgjast með lunganu, hvort það myndi nokkuð versna. Allt leit strax betur út daginn eftir. Viku eftir fæðingu fór ég í röntgen og var þá gatið gróið.

Þetta tók langan tíma eða um 15 klukkutíma eftir að ég kom á spítalann og voru þrisvar sinnum vaktaskipti á meðan. En það er algengt með fyrsta barn. Þrátt fyrir nokkurt basl í rembingnum þá fannst mér fæðingin heilt yfir ganga bara vel. Það myndu kannski ekki allir vera sammála því en ef ég horfi til baka þá var þetta alls ekki slæmt, ég fann ekki fyrir miklum sársauka fyrr en ég var komin með um 8 í útvíkkun, ég fékk enga deyfingu og átti á náttúrulegan hátt. Og það besta var að ég eignaðist heilbrigðan og svo ótrúlega fallegan strák sem ég er svo yfir mig ástfangin af að ég get ekki lýst því. Ég myndi ganga í gegnum þetta 10 sinnum í viðbót bara fyrir hann.

Olga Helena


Fylgist með Olgu Helenu:

Lady.is
Snapchat: olgahelenao
Instagram hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan komin með nóg: Hélt aftur framhjá og eignaðist barn – Sparkaði honum út í annað sinn

Eiginkonan komin með nóg: Hélt aftur framhjá og eignaðist barn – Sparkaði honum út í annað sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Frábær byrjun Arsenal – Everton fékk skell á heimavelli

England: Frábær byrjun Arsenal – Everton fékk skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Óskar Hrafn tapaði fyrsta leiknum sem þjálfari KR

Besta deildin: Óskar Hrafn tapaði fyrsta leiknum sem þjálfari KR
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óþekkt nafn að ganga í raðir Manchester City

Óþekkt nafn að ganga í raðir Manchester City
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpar leyndarmálið um hvernig „evrópska erfðamengið“ varð til

Afhjúpar leyndarmálið um hvernig „evrópska erfðamengið“ varð til
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Atletico hótar að hætta við

Atletico hótar að hætta við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn Liverpool segist elska einn leikmann United – ,,Ofurstjarna í framtíðinni“

Goðsögn Liverpool segist elska einn leikmann United – ,,Ofurstjarna í framtíðinni“