fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Steinunn í Amabadama – Syngjandi danskennari sem googlar oft plottið í bíómyndum!

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 25. febrúar 2017 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Jónsdóttir er búin að vera önnum kafin að undanförnu við undirbúning tónleika Amabadama og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem eru í Hörpu í kvöld. Þar mun hún stíga á svið sjálfrar Eldborgar, ásamt Sölku Sól og Gnúsa Yones, og flytja dillandi reggae-tónlist með fulltyngi klassískra hljóðfæra.

Við fengum að forvitnast aðeins um Steinunni fyrir lesendur Bleikt.

Gjörið svo vel!

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Bara frekar næs týpa, oftast.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Ég googla mjög oft plottið á bíómyndum eða bókum í stað þess að horfa á myndina eða lesa bókina. Þannig já … ég er stundum óþolinmóð. Samt ekkert alltaf.

Áttu þér mottó í lífinu?

No drama

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Nærföt, buxur, peysa, sokkar, skór

Hvað er best við veturinn?

Veturinn er náttúrulega versta árstíðin. Að minnsta kosti á Íslandi. Það er hræðilegt að þurfa að vakna í þessu myrkri og kulda. Mér dettur eiginlega ekkert gott í hug. Jú kannski að fara á sleða. Það er gaman.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Mig dreymir oft um að hitta mömmu mína

Hver er þín fyrirmynd?

Mamma mín og pabbi eru góðar fyrirmyndir. Líka fólkið sem ég hef valið að vinna með og sumir vinir mínir. Ég er alltaf að læra eitthvað af þeim.

Ef þú ættir þrjár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Kannski stærri íbúð. Mig vantar líka hjól.

Twitter eða Facebook?

Twitter í leik Facebook í starfið

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Tannbursta

Hvað óttastu mest?

Loftlagsbreytingar og fólk sem trúir því að þær séu ekki vandamál

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Samory – i, Gregory Isaacs, Chronixx, Stormzy, Beyonce, Cyber, Emmsjé Gauti oflofl…

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Já ég eyði allt of miklum tíma í að horfa á frekar lélega sjónvarpsþætti

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Á instagram og twitter: steinunnjon
Og svo eru hljómsveitirnar mínar með næs snapptjött: amabadaman og rvkdaetur

Hvað er framundan hjá þér í vor?

Ég er að fara að spila með Reykjavíkurdætrum í London og Færeyjum og frumsýna með þeim leikrit í Borgarleikhúsinu sem við erum að semja þessa dagana. Amabadama er á fullu í stúdíóvinnu að taka upp nýja plötu og spila út um allt. Svo er ég að kenna dans hjá Birnu Björns og að vinna á kaffihúsi sem að heitir Kaia og er á Klapparstíg.

Amabadama og SinfóNord spila saman í Eldborg í Hörpu 25. febrúar kl.20 – Hér er hægt að næla sér í miða!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.