Mahmoud Tammam er arkítekt og grafískur hönnuður. Hann var að gefa út frábæra seríu þar sem arabísku tungumáli er fagnað. Hann notar arabísk orð og umbreytir þeim í teikningar af bókstaflegri merkingu orðsins. Það er magnað hvernig hann nær að breyta orðinu í svona fallegar teikningar. Þó svo að þú skiljir ekki orðið, þá veistu hvað það þýðir! Sjáðu teikningarnar hans hér fyrir neðan. My Modern Met tók myndirnar saman.