Þjóðvegir geta verið mjög hættulegir fyrir dýr, bílar þjóta á miklum hraða í sitthvora áttina á mörgum akreinum. Þjóðvegir eru oft byggðir í gegnum stór skóglendi þar sem mikið dýralíf ríkir. Það gerir það að verkum að mörg dýr deyja við að reyna að komast yfir veginn. Sum lönd og borgir hafa ákveðið að standa sig betur gagnvart dýrum og náttúru, meðal annars með því að byggja brýr og göng fyrir dýr til að tryggja öryggi þeirra. Fyrstu brýrnar fyrir dýr voru byggðar í Frakklandi á sjötta áratugnum. Skoðaðu hér fyrir neðan ótrúlegar brýr og göng fyrir dýralíf sem Bored Panda tók saman.