fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Fyrsta appið viðurkennt sem getnaðarvörn – Jafnvirkt og pillan

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski kjarneðlisfræðingurinn Elina Berglund hefur þróað app sem er það fyrsta í heiminum sem hlýtur viðurkenningu sem getnaðarvörn.

Elina og Raoul – fólkið á bak við Natural Cycles

„Það er ótrúlega spennandi að nú sé í boði getnaðarvörn sem er viðurkenndur valkostur og að hægt sé að nota tækni í stað lyfja,“ sagði Elina í samtali við sænska miðilinn Veckans affärer, en hún og maður hennar Raoul Scherwizl þróuðu appið sem kallast Natural Cycles.

Viðurkenningin kemur frá þýsku prófunar- og rannsóknarstöðinni Tüv Süd sem flokkar appið í lækningartækniflokk IIb. Hvers vegna skiptir það máli? Jú, sjáið til, viðurkenningin þýðir að Natural Cycles appið hefur verið prófað með klínískum rannsóknum og getur veitt getnaðarvörn á pari við getnaðarvarnarpillu, hormónalykkju og smokk.
Viðurkenningin var þó alls ekki einfalt mál fyrir Elinu og Raoul því sænska lyfjastofnunin var ekki par hrifin af tali um appið sem getnaðarvörn. Þan 25. nóvember 2015 barst þeim tölvupóstur þess efnis að innan 10 daga skyldu allar slíkar fullyrðinar á bak og burt.
„Það var virkilega erfitt. Appið var jú þróað sem getnaðarvörn,“ sagði Elina í viðtali við sama miðil sumarið 2016. Notendur appsins fengu þessi skilaboð tveimur dögum fyrir jól, og tekjur fyrirtækisins hrundu. Í kjölfarið hófst fjölmiðlaumfjöllun með hræðslufyrirsögum um að Natural Cycles reyndi að blekkja ungar varnarlausar konur – og grjóthart eftirlit lyfjayfirvalda hélt áfram.
Nú um ári síðar hafa Elina og maður hennar fengið uppreist æru – og þar er viðurkenning Þjóðverjanna lykilatriði.
Appið virkar þannig að konur mæla líkamshita sinn undir tungu á hverjum morgni og færa inn í appið. Með útreikningum getur appið þá sagt til um hvort kona er frjó eða ekki þann daginn. Þannig veit hún hvort líkur eru á þungun við óvarðar samfarir.

Grænn dagur – í góðu lagi að nota ekki getnaðarvörn!
Rauður dagur – betra að grípa í smokkinn!

Yfir 150000 konur í 161 landi eru notendur Natural Cycles og klínísk rannsókn hefur sýnt fram á að appið er álíka áreiðanlegt og getnaðarvarnarpillur.

Hér má lesa meira um Natural Cycles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Svikakvendið rýfur þögnina og lýsir lífinu í fangelsinu – „Ég er ekki sama manneskjan og ég var þá“

Svikakvendið rýfur þögnina og lýsir lífinu í fangelsinu – „Ég er ekki sama manneskjan og ég var þá“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu