fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Opið bréf til Óttars Guðmundssonar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Fríða

Sæll Óttar.
Mér líður eins og þú þurfir betri útskýringar á því hvernig netið er notað í dag. Þetta viðhorf þitt minnti mig einungis á það hversu mikilvægt það er að gera stafrænt kynferðisofbeldi skýrlega bannað með lögum, svo að það sé á kristaltæru að dreifing kynferðislegra einkamynda án samþykkis einstaklinga sem á þeim birtast er óásættanleg og aldrei í lagi.

Það er heldur aldrei í lagi að færa skömm yfir á brotaþola og það er nákvæmlega það sem þú ert að gera þarna. Sem þekktur geðlæknir ættir þú að átta þig á því að stöðu þinni innan samfélagsins fylgja völd, völdum fylgir síðan ábyrgð. Þú hefur sterka rödd í samfélaginu og ég tel þig vera að nota hana vitlaust.

Hefur þú kynnt þér afleiðingar þess að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi? Ég er nokkuð viss um að þú myndir huga betur að orðum þínum ef svo væri.

Ef að einhver samþykkir að sofa hjá þér, þá er hann ekki að samþykkja að sofa hjá ölllum vinum þínum, líkt og Margrét Erla kemur inn á í örskýringu stafræns kynferðisofbeldis hér.

Að sama skapi þá er aðili sem deilir kynferðislegri einkamynd af sér með öðrum aðila, ekki að samþykkja dreifingu myndarinnar.

Endilega hittu mig í kaffi á háskólasvæðinu við tækifæri ef þú skilur þetta illa og vantar fleiri upplýsingar. Ég set hér með smá lesefni fyrir þig um stafrænt kynferðisofbeldi.

Hér er ritgerð Huldu Hólmkelsdóttur sem ber titilinn Syndir holdsins: Skilgreining viðbrögð og úrræði við stafrænu kynferðisofbeldi.

Dreifing kynferðislegra mynd án samþykkis er glæpur – En er það skýrt í lögum?

Og hér er síðan skýrsla sem ég vann fyrir Kvenréttindafélagið, Stöðvum hrelliklám: Löggjöf og umræða.

Kveðjur.
Vigdís Fríða, félags- og kynjafræðinemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
EyjanFastir pennar
Fyrir 18 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vopnaður maður hleypti af skoti í kjölfar slagsmála: Atvikið náðist á mynd – ,,Höfum aldrei séð hann“

Vopnaður maður hleypti af skoti í kjölfar slagsmála: Atvikið náðist á mynd – ,,Höfum aldrei séð hann“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.