Leikkonan Lindsay Lohan var á leiðinni heim til New York frá Tyrklandi á dögunum þegar hún lenti í ömurlegri lífsreynslu. Hún þurfti að taka tengiflug á Heathrow flugvelli og segist hafa orðið fyrir fordómum að hálfu öryggisstarfsfólks. Hún sagði frá atvikinu í Good Morning Britain.
Ég var með höfuðklút og var stöðvuð á flugvellinum og fann fyrir fordómum í fyrsta skipti á ævinni,
sagði Lindsay í morgunþættinum.
Hún opnaði vegabréfið mitt og sá ‚Lindsay Lohan‘ og byrjaði strax að biðjast afsökunar en sagði síðan „Vinsamlegast taktu af þér höfuðklútinn.“
Lindsay fylgdi fyrirmælum en sagðist hafa orðið „hrædd“ fyrir hönd annarra, hvað þessar aðgerðir gætu þýtt fyrir aðra. „Hvernig væri þetta fyrir konu sem líður ekki vel með að taka af sér höfuðklútinn?“ sagði Lindsay.
Susanna Reid spurði Lindsay hvort hún væri að íhuga að snúa til Íslam og sagðist Lindsay vera óákveðin. „Til að virða sum lönd sem ég fer til, þá líður mér betur ef ég haga mér eins og hinar konurnar,“ sagði hún.
Talskona Heathrow flugvallar sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið:
Heathrow virðir menningarlegar og trúarlegar þarfir allra farþega sem ferðast í gegnum flugvöllinn. Við vinnum hart að því að bjóða farþegum okkar upp á góða þjónustu á meðan við tryggjum öryggi allra,