fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Þriggja barna faðir hvarf sporlaust og allir óttuðust það versta – Sannleikurinn var hræðilegur

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5.febrúar síðastliðinn hófst mikil leit að 44 ára þriggja barna föður í Texas í Bandaríkjunum. Eiginkona Lee Arms fékk símtal um að hann hefði ekki mætt í vinnu. Hún lét í kjölfarið vita að hann væri týndur og öll fjölskyldan leitaði í örvæntingu. Lögregla fann bílinn hans í vegarkannti og dularfulla var að hann var í gangi með bílstjórahurðina opna. Lee var hvergi sjánlegur en annar skórinn hans var fyrir utan bílinn en hinn örlítið lengra frá. Í bílnum var síminn hans, veski og öll skilríki.

Ekkert blóð var í bílnum og ekkert sem benti til þess að neitt glæpsamlegt hafi átt sér stað. Fjölskyldan óttaðist það versta, að einhver hefði keyrt á hann, myrt hann eða rænt honum. Auglýst var eftir Lee í meira en mánuð en engar vísbendingar fengust. Kathy eiginkona hans grátbað fólk um að hjálpa sér að finna hann.

Á mánudaginn tilkynnti svo lögregla að leitinni væri lokið því Lee hafi fundist. Hann fannst heill á húfi og bjó með annarri konu í Ohio. Lee hafði kynnst henni á netinu og í stað þess að sækja um skilnað frá eiginkonu sinni ákvað hann að láta sig hverfa sporlaust. Heima beið fjölskylda hans í angist, en börnin hans eru á aldrinum 8 til 19 ára.

Lee (með hattinn) ásamt fjölskyldu sinni

„Hann vildi flýja líf sitt þarna og sínar aðstæður,“ sagði lögrelgumaðurinn Michael McNeely við fjölmiðla í vikunni. Fjölskyldan þakkaði öllum þeim sem tóku þátt í leitinni. Telja sumir að maðurinn ætti sjálfur að borga fyrir allan kostnað við leitina en margir sjálfboðaliðar aðstoðuðu lögreglu í þessu máli. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.