fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025

Stelpurnar í RVKfit eru róttækar í Meistaramánuði: „Við erum að vinna að markmiðum okkar sem hópur“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópurinn RVKfit samanstendur af sjö ungum konum sem hafa ótrúlega mikinn áhuga á heilbrigðum lífstíl en þær deila hvatningu, æfingum,  uppskriftum og góðum ráðum með sínum fylgjendum. Þær eru virkar á Snapchat (RVKfit) og svo voru þær einnig að stofna skemmtilega Facebook síðu.  Meðlimir RVKfit eru Birgitta Líf Björnsdóttir, Helga Diljá Gunnarsdóttir, Hrönn Gauksdóttir, Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Jóna Kristín Birgisdóttir, Jórunn Ósk Ágústsdóttir og Telma Rut Sigurdardóttir. Stelpurnar í RVKfit hafa verið mjög virkar í Meistaramánuði og fengum við að heyra aðeins um þeirra markmið og hvernig hefur gengið.

 

Af hverju takið þið þátt í Meistaramánuði?
„Það eru tvær megin ástæður fyrir því að við í RVKfit tókum þá ákvörðun að taka þátt í meistaramánuði. Í fyrsta lagi vildum við halda í og fylgja eftir þeim markmiðum sem við settum okkur í ársbyrjun og í öðru lagi vildum við setja okkur róttækari markmið til þess að skora á okkur sjálfar. Markmiðin okkar eiga það sameiginlegt að stuðla að heilbrigðu líferni og koma upp góðum venjum.“

Hvaða markmið settuð þið?
„Markmiðin sem að við settum okkur voru jafn mismunandi og þau voru mörg. Allt frá því að vera duglegri að drekka vatn og eyða meiri tíma með vinum og fjölskyldu í það að hlaupa ákveðið marga kílómetra og stunda aðra hreyfingu á viku.“

Hvernig finnið þið hvatningu?
„Hvatningin okkar stafar helst af því að við erum að vinna að markmiðum okkar sem hópur. Okkur hefur ávalt þótt það drífandi að geta stundað líkamsrækt saman svo við höfum hvatt hvora aðra í að ná persónulegum markmiðum.“

Hvernig gengur?
„Öllum hefur okkur gengið afar vel að ná settum markmiðum. Heilt yfir hefur þetta verið mjög skemmtilegt en okkur þykir gaman að setja okkur markmið og geta þannig fylgst með árangrinum.“

Hvað hefur verið erfiðast?
„Það koma alltaf dagar þar sem maður víkur út af brautinni en þá þýðir ekkert annað en horfa framhjá því og halda ótrauður áfram.“

Hvaða ráð viljuð þið gefa öðrum?
„Að setja sér ekki of stór og víðamikil markmið. Við markmiðasetningu þarf að huga að því að markmiðin séu raunhæf og geranleg en þau þurfa að styðja við og ýta undir góðan árangur í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Einnig er alltaf gott ráð að hugsa um það að hafa gaman af því sem við erum að gera, hugsa um markmiðin sem skemmtun frekar en skyldu.“

Eitthvað að lokum?
„Eitt af sameiginlegum markmiðum hópsins var að setja upp Facebook síðu þar sem hægt er að nálgast helsta efnið sem hefur komið frá okkur á snapchat. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með okkur þar og einnig á snapchatinu okkar undir nafninu RVKfit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony farinn frá Manchester United

Antony farinn frá Manchester United
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.