Hver hefur ekki óttast að týna því sem mestu máli skiptir?
Týna til dæmis barninu sínu..
Óttinn að finna það ekki aftur..
Bara hugsunin er óbærileg!
Hefur þér dottið í hug að líklega er það skelfilegasta sem þú getur týnt, þú sjálf/ur?
Ekki barnið sem þú hræðist svo mikið að týna..
Hver er staðan þegar þú hefur týnt þér?
Hún er slæm, mjög slæm.
Það sem gerir hana enn verri er að þú gerir þér líklega ekki grein fyrir því strax að þú hafir týnt einhverju, svo hægt og rólega í einhvern tíma fær slæmt að verða en verra.
Ef þú værir búin að týna barninu þínu, heldur þú að þú myndir ekki átta þig á því mjög fljótlega?
Hvernig týnir maður annars sjálfum sér?
Maður hættir að taka eftir, hættir að sjá hvert maður stefnir.
Eins og þegar barnið hverfur úr augnsýn.
Maður hættir að hlúa að sér.
Hvað gerir maður við barn sem grætur?
Hvernig er hægt að finna eitthvað ef maður veit ekki að það er horfið?
-Þú verður að horfa í allar áttir, sjá hvar slóðin byrjar að hverfa.
Ertu að fara eða ertu að koma?
Týnd/ur í þokunni og áttavitinn horfinn..
Hvernig líður þér? Veist það kannski ekki heldur?
Í byrjun er nóg að bara langa.
Langar þig að vita aftur hvort þú ert að fara eða koma?
-Ef svarið er já, ryðjum burt þokunni, tökum upp áttavitann, leggjum af stað í ferðalag og komumst að því hvernig þér líður.
Svo er spurning, hversu langt ertu tilbúin að ganga til að finna það sem þú leitar að?
Myndir þú gefast upp á því að leita af barninu?
Ekki gefa þig upp á bátinn!
Gerðu við þig samning, þú hættir ekki fyrr en þú ertu fundinn!
Ef það dugar ekki að vera í sandölum, ferðu þá í fjallgönguskó?
Ef þú átt þá ekki, ætlar þú að gera það sem þarf til að eignast þá?
Eða ætlar þú að leggjast í gólfið og bíða eftir að einhver finni rétta parið fyrir þig?
Ef þetta er flókið, þá má alltaf biðja um aðstoð við að finna rétta parið.
Til þess er starfsfólkið, til að aðstoða.
Nesti!
Þú verður að taka með þér nesti!
Kemst ekki langt án næringar.
Mikilvægasta nestið er trúin, trúin á sjálfa/n þig.
Vertu þín eigin klappstýra!
Minnið!
Mundu, þú ert það allra dýrmætasta sem þú átt.
Mundu líka, þú gerðir samning við sjálfa/n þig að fara alla leið.
Stattu við samninginn!
Útbúnaðurinn er klár og sjónaukinn kominn upp, sjónin er skýr og leiðin er áfram.
Leiðin er áfram, ekki endilega bein en alltaf áfram, aldrei stoppa!
Sjónaukinn getur dottið og brotnað en það er aldrei of seint að taka hann upp, dusta af honum sandinn og hlúa að honum.
Skórnir koma til með að slitna á leiðinni og verða að dýrmætri minningu þegar á leiðarenda er komið.
Mundu: Þú lagðir upp í þessa leit og þú ein/n getur lokið henni.
Það gerir það engin fyrir þig, en mundu aftur að það er fullt af fólki tilbúið að hjálpa!
Þú veist þú ert komin á leiðarenda þegar þú veist hvort þú ert að koma eða fara, þokan er horfin og þú veist hvernig þér líður.
Þér getur liðið allskonar því lífið er allskonar, við erum allskonar og dagarnir eru allskonar.
Gleymdu bara ekki aftur að fylgjast með veginum, hlúa að því sem þú gleymdir áður fyrr og trúa á sjálfa/n þig.
Taktu utan um litla barnið, sjálfa/n þig og fullvissaðu það um að þú komir aldrei til með að týna því.
Góða ferð og gangi þér vel 🙂