fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Ásdís Inga setti markmið tengd andlegri heilsu í Meistaramánuði: „Ég tek einn dag í einu“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Inga Haraldsdóttir er þjálfari og móðir en hún er ótrúlega hvetjandi og jákvæð á Snapchat. Ásdís Inga hefur sjálf náð ótrúlega flottum árangri en í Meistaramánuði setur hún sérstaka áherslu á andlega vellíðan. Við fengum að heyra meira um hennar Meistaramánuð.

Af hverju tekur þú þátt?

„Ég tek þátt í meistaramánuði vegna þess að mér finnst gaman að setja mér ný markmið. Það að setja sér markmið skiptir gífurlega miklu máli svo maður viti hvert maður er að stefna og meistaramánuður gefur manni þessa hvatningu að fara jafnvel enn lengra með markmiðin sín.“

Hvernig markmið settir þú?

„Markmiðin mín snúast að andlegri heilsu. Nú er ég búin að ná af mér umfram kílóum sem ég bætti á mig á meðgöngu sonar míns og það sem skiptir mig meginmáli er að líða vel andlega. Ég setti mér líka eitt hreyfimarkmið, en það er að geta hlaupið á hraða 9 í halla 9 í 9 mínútur, en það er áskorun sem gekk á snapchat frá RVK fit stelpunum.

Til þess að útskýra mín markmið kannski örlítið betur þá skrifa ég þakklætis lista kvölds og morgna, reyni að hugleiða reglulega og vanda mig að tala fallega til mín dag frá degi. Með þessu móti næ ég að vera besta útgáfan af sjálfri mér, borða holla fæðu, vera góð mamma, unnusta og auðvitað sem best fyrirmynd fyrir yndislegu kúnnana okkar hjá Fitnestic.“

 

Hvernig finnur þú hvatningu?

„Hvatning er eitthvað sem kemur manni áfram þegar maður er kannski ekki alveg stemmdur. Mér finnst gott að horfa á allskyns speakera á youtube, það er einfaldlega hægt að slá inn „motivational videos“ og þá kemur upp ógrynni af myndböndum. Mér finnst líka hvetjandi að setja markmið, og búta þau niður í smærri markmið og hafa þau sýnileg.“

 

Hvernig gengur Meistaramánuðurinn?

„Mér gengur ótrúlega vel, ég tek einn dag í einu og eins og ég sagði hér ofar þá skiptir mig mestu máli að mér líði vel. Erfiðast fannst mér að breyta hugarfarinu, en ég var með mjög brenglað og óheilbrigt hugarfar hér áður fyrr í sambandi við mat. Í dag borða ég til þess að gefa líkamanum mínum bensín, ég hugsa alltaf „líður mér vel þegar ég er búin að borða þetta?“. Ég er alls ekki hætt að borða skyndibita eða nammi, en ég borða lítið af því. Sumar vikur eru betri en aðrar og lífið gerist, en ég reyni mitt besta á hverjum degi.“

Einhver ráð fyrir aðra?

„Ef ég ætti að gefa öðrum ráð, þá myndi ég ráðleggja þér að fara ekki í átak, megrun eða á einhverskonar kúr. Ég myndi ráðleggja fólki að prófa sig áfram, finna fæðu sem því þykir virkilega bragðgóð og líður vel af og alls ekki pína ofan í sig mat bara af því hann er á einhverju plani. Það sama á við um hreyfinguna, finna hreyfingu sem þér þykir skemmtileg og hefur unun að því að stunda. En síðast og alls ekki síst, finna einhverskonar andlega sjálfsrækt sem þú getur stundað því hún er lykilatriðið í því að allt hitt gangi vel. Ef andleg heilsa okkar er ekki nógu góð þá hefur maður enga ánægju af ferðalaginu. Elskaðu ferðalagið, taktu einn dag í einu og fyrr en varir sérðu árangur.“

 

Eitthvað að lokum?

„Að lokum vil ég taka það fram að ég hef í tvígang losað mig við 30 kíló, í fyrra skiptið gerði ég það á kolröngum forsendum og mér leið ekki vel innra með mér. Í seinna skiptið tók ég andlegu hliðina með, en það sem mestu máli skiptir ég elskaði sjálfan mig alveg jafn mikið þegar ég var 100 kíló og þegar ég er 70 kíló, ekki leggja upp í þetta ferðalag með þá hugsun að þú þolir ekki líkamann þinn. Elskaðu hann og veldu holla fæðu og hreyfingu einmitt af þeirri ástæðu.“

Ásdís Inga á Fitnestic þjálfun með Alexöndru Cruz Buenano. „Hægt er að lesa meira um þjálfunina og hvað við höfum uppá að bjóða inná www.fitnestic.net“

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Ásdísi Ingu og Alexöndru þá halda þær úti snapchat aðgangi þar sem þær sýna frá sínu lífi: fitnestic. Þar er ótrúlega mikið af hvatningu og góðum ráðum tengdum heilbrigðum lífsstíl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.