Í hádeginu í dag var viðburðurinn Milljarður rís haldinn í Hörpunni, á Hofi á Akureyri og víðar um landið. Við á Bleikt mættum að sjálfsögðu í Hörpu og dönsuðum gegn kynbundnu ofbeldi. Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og dönsuðu gestir allt hádegið við tóna Dj Margeirs. Svala Björgvins tók 90’s slagarann Was That All It Was við mikla lukku áhorfenda. Í Hörpu voru seldar Fokk ofbeldi húfur og annar varningur til styrktar UN Women. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Hörpu í dag.