Valentínusardagurinn var í vikunni og voru margir þreyttir á að sjá endalaust magn af „krúttmyndum“ af pörum sem virtust stundum einungis þjóna þeim tilgangi að minna fólk á hvað þeir sem eru í sambandi séu heppnir og hinir einmanna. Þó það sé nú ekki raunin og hvort sem þú ert í sambandi eða ekki, þá er það bæði jafn frábært. Sambandsstaða þín segir ekkert til um hamingju né heppni þína, munum það.
En fyrir þá sem vilja deila paramynd á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að vera ekki í sambandi þá er lausn! Húsgagnafyrirtæki frá Taiwan sendi frá sér þessa stórskemmtilegu auglýsingasyrpu þar sem er sýnt hvernig er hægt að taka rómantískar „paramyndir“ þrátt fyrir að vera einhleypur.