Í viðtali við Playboy þá deildi hin nýlega einhleypa Scarlett Johansson hugmyndum sínum um einkvæni, sambönd og hvort það sé „eðlilegt“ að vilja vera með sömu manneskjunni að eilífu.
Hún sagði að hugmyndin um hjónaband væri mjög rómantísk og það sé mjög falleg hugmynd. Henni finnst þó ekki náttúrulegt að vera einkvænismanneskja.
„Ég gæti verið þannig, en það er vinna. Mikil vinna.“
Hún sagði að vera gift og að vera ekki gift sé ólíkt, og hver sem segi annað sé að ljúga.
„Það breytir hlutunum. Ég á vini sem voru saman í tíu ár og ákváðu síðan að gifta sig. Ég spyr þau á brúðkaupsdeginum þeirra eða strax eftir hvort það sé öðruvísi, og það er það alltaf.“
Hvað finnst ykkur um skoðanir Scarlett, sammála eða ósammála?