fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Ashton Kutcher berst gegn mansali – ,,Tæknina má nýta til að stunda mansal en einnig til að sporna gegn því‘‘

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn góðkunni Ashton Kutcher mætti í gær fyrir bandaríska þingnefnd til að afla baráttunni gegn mansali stuðnings. Bandarískar vefsíður á borð við Backpage.com hafa verið í sviðsljósinu vegna mála þar sem stundað var mansal í gegnum smáauglýsingar og börn seld í kynlífsþrælkun. Kutcher vill að tæknin verði betur nýtt í þessari baráttu en hann er stjórnarformaður góðgerðarsamtakana Thorn sem hannað hafa verkfæri fyrir löggæsluaðila til að finna og staðsetja fórnarlömb mansals.

Ashton Kutcher á fundi þingnefndarinnar.

Í kjölfar Backpage.com málsins hefur veirð mikil umræða í Bandaríkjunum um mansal, einkum á börnum. Það var ástæða þess að utanríkismálanefnd bandaríska þingsins hélt opna fundi um málið og þar hélt Kutcher erindi.

Tæknina má nýta til að stunda mansal en einnig til að sporna gegn því,

sagði Kutcher.

Thorn, samtök Kutcher, hafa þróað verkfæri sem kallast Spotlight og sagði hann að það hefði verið notað til að bera kennsl á sex þúsund fórnarlömb mansals á hálfu ári. Það var búið til eftir að rannsókn árið 2012 leiddi í ljós að 63% fórnarlamba mansals sögðu að þau hefðu gengið kaupum og sölum á netinu.

Kutcher sem er 39 ára gamall er giftur leikkonunni Milu Kunis og eiga þau tvö börn. Hann segir að föðurhlutverkið hafi gefið honum aukinn drifkraft í þessari baráttu sinni.

Rétturinn til lífshamingju hefur verið tekinn af svo mörgum sem hefur verið nauðgað, beitt ofbeldi, þau tekin með valdi, lygum eða þvingunum – Hann gengur kaupum og sölum fyrir stundargaman annarra.

Talið er að allt að því 300 þúsund börn eigi á hættu að vera seld í kynlífsþrælkun í Bandaríkjunum árlega samkvæmt dómsmálaráðuneytinu þar í landi. Flest fórnarlömb mansals eru auglýst og seld í gegnum netið samkvæmt skýrslu þingnefndar sem birt var í síðastliðnum mánuði.

Fjölmargar málssóknir hafa verið höfðaðar á hendur Backpage.com þar sem fyrirtækinu er gefið að sök að hafa ýtt undir sölu á börnum til kynlífsþrælkunar með því að birta og endurskrifa auglýsingar þar sem börn voru til sölu.

Kutcher sló þó líka á létta strengi og gaf öldungardeildaþingmanninum John McCain fingurkoss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fer fram á skilnað frá barnsföðurnum sem ekkert hefur heyrst frá í sex ár

Fer fram á skilnað frá barnsföðurnum sem ekkert hefur heyrst frá í sex ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Uppljóstra því sem gerðist meðan EM stóð – Ekki góð tíðindi fyrir Liverpool

Uppljóstra því sem gerðist meðan EM stóð – Ekki góð tíðindi fyrir Liverpool
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna

Þarf að borga 2,3 milljónir í sekt út af ólöglegum Airbnb-rekstri – 110 brot og starfsemin talin ógn við öryggi ferðamanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Yamal í fótspor Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta horfir til San Sebastian – Með augastað á þremur leikmönnum

Arteta horfir til San Sebastian – Með augastað á þremur leikmönnum
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.