Klassíska rómantíska jólamyndin Love Actually fangaði hjörtu heimsbyggðarinnar fyrir 14 árum og hafa aðdáendur myndarinnar beðið óþreyjufullir eftir framhaldi. Biðin er loks á enda! Richard Curtis staðfesti í dag að framhald verður af myndinni og verður hún frumsýnd í sjónvarpi frekar en í kvikmyndarhúsum. Myndin verður fyrst sýnd á BBC þann 24.mars og tveimur mánuðum síðar á NBC fyrir bandaríska áhorfendur. Ekki er komið á hreint hvenær og hvort myndin verður sýnd á íslenskum rásum.
Myndin verður frumsýnd eins og áður var sagt þann 24.mars sem er dagur rauða nefsins. Margir leikarar fyrri kvimyndarinnar munu koma fram í framhaldsmyndinni eins og: Hugh Grant, Martine McCutcheon, Keira Knightley, Andrew Lincoln, Colin Firth, Lucia Moniz, Liam Neeson, Thomas Brodie-Sangster, Olivia Olson, Bill Nighy, Marcus Brigstocke og Rowan Atkinson.
Við getum ekki beðið!!