fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025

Álfheiður ætlar að verða vélstjóri: „Það ætti ekki að skipta máli hvað er á milli fótanna á þér“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað vilt þú verða þegar þú verður stór? Ég man vel eftir því þegar ég var á lokaári í grunnskóla og þurfti að taka þá ákvörðun um það í hvaða framhaldsskóla ég vildi fara í, og hvað ég ætlaði nú að verða í framtíðinni. Ég var nokkurn vegin með hugmynd um hvað ég vildi gera. Ég vildi læra bifvélavirkjun einfaldlega af því að pabbi er bifvélavirki og ég hafði oft verið að brasa í skúrnum með honum og þar kviknaði áhuginn á vélfræðinni. Ég sótti um nám í Borgarholtsskóla og hóf nám í grunndeild málmiðna, þar kynntist ég rennismíðinni og valdi þá braut fram yfir bifvélavirkjunina. Eftir nokkrar annir í rennismíði fékk ég þá hugmynd að taka vélvirkjun líka sem breyttist svo í vélstjórn. Í dag stunda ég nám við Tækniskólann og stefni á full réttindi sem vélstjóri og ég elska þetta nám!

Það er kannski rétt að taka það fram að ég er kona! Ekki að það ætti að skipta einhverju máli að ég sé kona að stefna á “karlmannsstarf” en það er nú bara þannig að þó svo að það sé árið 2017 og að jafnrétti kynjanna sé vel á veg gengið að þá upplifum við konur í karlastörfum ákveðna fordóma.

Álfheiður Harðardóttir höfundur greinar – Mynd/Úr einkasafni

Ég hef oft fengið spurningar á borð við „Já er það, þú í vélstjórn…  er það ekki bara fyrir stráka?“ eða „Ertu ekkert hrædd við að vera með hærri laun en maðurinn þinn?“

Svo upplifi ég líka að þegar fólk spyr hvað ég sé að læra og missir hökuna í gólfið og segir svo undrandi “Vá! Ég bjóst við að þú værir að læra hárgreiðslu eða fatahönnun eða eitthvað álíka.” Ég gæti endalaust haldið áfram…

Þetta er svo fullkomlega úreltur hugsunarháttur og það ætti ekki að skipta máli hvað er á milli fótanna á þér þegar kemur að því að ákveða hvað þú vilt gera í lífinu, þú nefnilega getur gert allt sem þú vilt sama hvers kyns þú ert!

Ég er að skrifa þetta vegna þess að núna eru margir að velta því fyrir sér hvað þeir vilja verða í framtíðinni. Til ykkar vil ég segja, ekki láta úreltar staðalímyndir koma í veg fyrir að þú farir í það nám sem þú vilt því að á endanum skiptir það öllu máli að hafa ánægju af því sem þú ert að gera.

-Álfheiður Harðardóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Tekur athyglisvert skref eftir erfiða mánuði

Tekur athyglisvert skref eftir erfiða mánuði
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tengdadóttir Trump lofsamar viðhorf hans til kvenna – „Hann berst stöðugt“

Tengdadóttir Trump lofsamar viðhorf hans til kvenna – „Hann berst stöðugt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Arsenal vann grannaslaginn – Isak með tvennu

England: Arsenal vann grannaslaginn – Isak með tvennu
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.