fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Bella Hadid tjáir sig um sambandsslitin við the Weeknd: „Ástin særir en maður verður að komast í gegnum þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Bella Hadid tjáir sig um ástina og nýleg sambandslitin við The Weeknd í nýjasta tölublaði Teen Vogue. „Þegar ég elska einhvern þá elska ég með öllu hjartanu,“ sagði Bella meðal annars í viðtalinu. Hún segir frá því hvernig sambandsslitin tóku sinn toll og voru henni erfið, þó svo að hún hafi látið sem ekkert væri á samfélagsmiðlum og opinberlega.

„Þetta voru fyrstu sambandsslitin mín – eða önnur, á eftir hestinum – og svo opinberleg. Sem utanaðkomandi aðili þá finnst þér eins og ég hafi tæklað þetta svo vel, en þetta er alltaf í hjarta manns og maður finnur þetta ávalt með miklum þunga.“

Sjá einnig: Bella Hadid sögð vera „sár og pirruð“ að The Weeknd sé að slá sér upp með Selenu Gomez

„Þetta verður erfitt í einhvern tíma. Ástin særir, en maður verður að komast í gegnum þetta,“ bætti hún við.

Bella stóð sig frábærlega á Victoria‘s Secret tískusýningunni í nóvember, en þá voru hún og Weeknd tiltölulega nýhætt saman. Hann var eitt af söngatriðum sýningarinnar og var einmitt á sviðinu þegar hún gekk niður tískupallinn. Viðbrögð hennar og látbragð við the Weeknd á pallinum gengu eins og eldur í sinu um netheima og litu margir á hana sem hetju sambandsslita.

Bella Hadid og The Weeknd.

„Þetta er ekkert vandræðalegt. Hann er besti vinur minn og ég er spennt því ég mun ganga niður pallinn á meðan hann kemur fram,“

sagði hún við E! News fyrir Victoria‘s Secret tískusýninguna.

„Ég mun alltaf virða hann og elska hann. Stundum vill maður vera sorgmæddur um það eða höndla hlutina öðruvísi, en í lok dagsins þá viltu aldrei eyðileggja eitthvað sem þú barðist fyrir að byggja,“

sagði Bella við Teen Vogue.

Sjá einnig: Selena Gomez og Weeknd knúsast úti á götu! Svona gæti samtalið hafa hljómað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ber gervigreindin ábyrgð á undarlegum tollum Trump? – Beinast meðal annars gegn bandaríska hernum, mörgæsum og ísbjörnum

Ber gervigreindin ábyrgð á undarlegum tollum Trump? – Beinast meðal annars gegn bandaríska hernum, mörgæsum og ísbjörnum
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist hafa verið niðurlægð af mjög þekktum manni – ,,Hann bað oft um eina mynd í viðbót“

Segist hafa verið niðurlægð af mjög þekktum manni – ,,Hann bað oft um eina mynd í viðbót“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opnar sig um erfitt þunglyndi: Segist hafa verið stunginn í bakið – ,,Ég var ekki lengur ástfanginn“

Opnar sig um erfitt þunglyndi: Segist hafa verið stunginn í bakið – ,,Ég var ekki lengur ástfanginn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.